Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 09:13 Mikið álag hefur verið á heilsugæslum landsins vegna óvanalegs fjölda veirusmita miðað við árstíma. Vísir/Vilhelm Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét. Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét.
Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira