„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2024 15:09 Helgi Magnús segir marga því fegna því að Kourani sé nú bak við lás og slá. En maðurinn sé algjörlega stjórnlaus. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. „Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
„Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira