Linnulaus þjáning íbúa á Gaza Hrafnhildur Sverrisdóttir skrifar 16. júlí 2024 10:30 Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun