Linnulaus þjáning íbúa á Gaza Hrafnhildur Sverrisdóttir skrifar 16. júlí 2024 10:30 Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun