„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 09:28 Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. vísir/sigurjón „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. „Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira