Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2024 19:37 Auður Guðjónsdóttir og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007. Vísir/Bjarni Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira