Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 12:08 Egilsstaðir. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi
Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira