Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2024 11:12 Grímseyjarferjan átti að leysa Hríseyjarferjunar Sævar af, sem hér sést á mynd. Það gekk ekki sem skildi. Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. „Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira
„Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira