„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:00 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði 1-0 gegn Fram á Lambhagavellinum. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var verulega ósáttur út í dómgæsluna. „Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira