Má ekki hleypa köttum inn í sameiginlegt þvottahús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:22 Íbúi í fjölbýlishúsi má ekki hleypa köttum sínum í gegnum sameiginlegt þvottahús, og ekki geyma þar dekk og aðra persónulega muni. Þetta er álit kærunefndar húsamála, en erindi barst til þeirra frá nágranna íbúans. Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið. Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið.
Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira