Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 18:50 Frá og með næstu áramótum þurfa eigendur bensín- og olíubíla að greiða sérstakt kílómetragjald, eins og eigendur rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla hafa gert á þessu ári. Til stendur að fella brott bensín og olíugjöld. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er. Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er.
Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira