Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2024 07:31 Það er illgreinanlegt hvor helmingur myndarinnar er í svarthvítu. Bílaröðin er enda öll grá og endurspeglar litasamsetningu íslenska bílaflotans ágætlega. Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“ Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“
Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?