Ráðningar og arftakaáætlanir Andrés Jónsson og Eva Ingólfsdóttir skrifa 10. júlí 2024 17:02 Stjórnandi í viðskiptalífinu sagði frá því nýverið að alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið L'Oréal ráði aldrei fólk án þess að máta það áður í allavega þrjú önnur störf innan fyrirtækisins. Störf sem viðkomandi geti mögulega vaxið upp í að sinna síðar meir. Þó að ekki séu öll fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að geta hugsað á þennan hátt þá lýsir þetta ákveðinni áherslu á að styðja fólk til að þróast í starfi og byggja upp fólkið sem fyrirtækið mun þurfa á að halda eftir nokkur ár. Að hugsa, strax í ráðningarferlinu, hvaða aðrar stöður viðkomandi geti þróast í að sinna. Hvernig þú getir eflt þennan einstakling og hjálpað að vaxa, bæði fyrirtækinu og honum sjálfum til heilla. Þetta er ekki ósvipað hugsuninni sem býr að baki arftakaáætlunum, sem töluvert hafa verið í umræðunni að undanförnu. Það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem hafa tekið upp það vinnulag en að okkar mati þá getur það virkað hvetjandi fyrir einstaklinga að vera valdir til að vera hluti af arftakaáætlun. Afraksturinn geti verið meiri tryggð og meiri metnaður í starfi. Arftakaáætlun snýst um að við skilgreinum þær lykilstöður sem krefjast mikilvægrar þekkingar, færni og hæfni og kortleggjum hvaða einstaklingar innan fyrirtækisins geti hugsanlega tekið við þeim hlutverkun í framtíðinni. Það auðveldar okkur bæði ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir og skipulagsbreytingar og jafnframt hvernig við hyggjumst styðja við þjálfun og starfsþróun þessara aðila. Síðan ætti það að skila okkur enn betri ráðningarákvörðunum. Höfundar eru ráðgjafar Góðra samskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnandi í viðskiptalífinu sagði frá því nýverið að alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið L'Oréal ráði aldrei fólk án þess að máta það áður í allavega þrjú önnur störf innan fyrirtækisins. Störf sem viðkomandi geti mögulega vaxið upp í að sinna síðar meir. Þó að ekki séu öll fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að geta hugsað á þennan hátt þá lýsir þetta ákveðinni áherslu á að styðja fólk til að þróast í starfi og byggja upp fólkið sem fyrirtækið mun þurfa á að halda eftir nokkur ár. Að hugsa, strax í ráðningarferlinu, hvaða aðrar stöður viðkomandi geti þróast í að sinna. Hvernig þú getir eflt þennan einstakling og hjálpað að vaxa, bæði fyrirtækinu og honum sjálfum til heilla. Þetta er ekki ósvipað hugsuninni sem býr að baki arftakaáætlunum, sem töluvert hafa verið í umræðunni að undanförnu. Það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem hafa tekið upp það vinnulag en að okkar mati þá getur það virkað hvetjandi fyrir einstaklinga að vera valdir til að vera hluti af arftakaáætlun. Afraksturinn geti verið meiri tryggð og meiri metnaður í starfi. Arftakaáætlun snýst um að við skilgreinum þær lykilstöður sem krefjast mikilvægrar þekkingar, færni og hæfni og kortleggjum hvaða einstaklingar innan fyrirtækisins geti hugsanlega tekið við þeim hlutverkun í framtíðinni. Það auðveldar okkur bæði ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir og skipulagsbreytingar og jafnframt hvernig við hyggjumst styðja við þjálfun og starfsþróun þessara aðila. Síðan ætti það að skila okkur enn betri ráðningarákvörðunum. Höfundar eru ráðgjafar Góðra samskipta.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar