Þar sem þingmenn þagna Bubbi Morthens skrifar 10. júlí 2024 15:00 Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar