„Við erum bara að reyna að lifa af“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hannes Sasi Pálsson hefur lengi starfað í ferðamannabransanum við að skipuleggja brúðkaup ferðamanna. kristín maría Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira