Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:49 Towey varð fyrir hrottalegri árás í Dubai. Detained in Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas. Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas.
Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira