Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 20:48 Silja Dögg segir að samfélagið sé að breytast hratt, og nauðsynlegt sé að hafa skýra löggjöf um hluti eins og umskurð barna. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg.
Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00