Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 20:48 Silja Dögg segir að samfélagið sé að breytast hratt, og nauðsynlegt sé að hafa skýra löggjöf um hluti eins og umskurð barna. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg.
Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00