Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 23:30 Hans Lindberg fer á Ólympíuleikana í sumar, sextán árum eftir að hafa farið í fyrsta sinn á Ólympíuleika. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira