Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 22:07 Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga.
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36