Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 18:53 Jóhannes segir Ísland lengi hafa verið einn dýrasti áfangastaður heims. Ferðamenn séu þrátt fyrir það tilbúnir að koma til landsins. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. Jóhannes var gestur í Reykjavík Síðdegis fyrr í dag. Sindri Sindrason þáttastjórnandi sagði þar sögu af nýlegu ferðalagi hans til Siglufjarðar, þar sem hann gisti eina nótt á hóteli, og greiddi fyrir það 37 þúsund krónur. Herbergið var ekki með sérbaðherbergi og morgunmatur var ekki innifalinn. Sindri segir ekkert skrítið að útlendingar fari frekar annað en til Íslands. Talsvert hefur borið á afbókunum erlendra ferðaskrifstofa, meira en búist var við segir Jóhannes. Nú auglýsi íslensk hótel tilboð í gríð og erg, en Jóhannes hvetur Íslendinga til að hringja beint í hótelin og athuga hvort eitthvað tilboð sé í gangi. Þau komi ekki endilega fram á bókunarsíðum eins og booking.com. Kemur ekkert sérstaklega á óvart Jóhannes segir þetta ekki koma neitt sérstaklega á óvart. „Ísland hefur verið einn af þremur dýrustu áfangastöðum heims í tíu ár eða svo. Það er alveg klárt mál að við erum með þannig ferðaþjónustumarkað að framboðið hér af gistingu er lítið,“ segir Jóhannes. Þótt okkur finnist tvær milljónir ferðamanna á ári vera mikið, sé það örlítill áfangastaður í heildarsamhenginu. Miklu fleiri milljónir komi árlega til dæmis til Parísar eða Barcelona. Ferðamönnum finnist sérstakt að koma til Íslands Það fari bara eftir því að hverju maður er að leita, hvort maður sé tilbúinn til að eyða þessum gríðarlegu upphæðum til að ferðast til Íslands. „Það hefur sýnt sig að ferðamenn vilja koma til Íslands og greiða þessi verð fyrir þessa upplifun, að koma til Íslands. Þeim finnst það vera eitthvað sérstakt,“ segir Jóhannes. Ferðamenn við Hallgrímskirkju í sumar. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína til Íslands, þrátt fyrir dýrtíð.Vísir/Arnar Hins vegar séum við í þeirri stöðu að verð hér er almennt dýrara en á öðrum stöðum. Ekki bara dýrasti ferðastaður í heimi, heldur bara dýrt land til að búa í. Hér séu hæstu meðallaun í Evrópu, og hæstu lágmarkslaunin í Evrópu. Þetta leggist allt saman og valdi gríðarlega háu verði. Verðin hafi lækkað hjá samkeppnislöndum Jóhannes segir að í samanburði séum við orðin heldur dýrari en til dæmis Noregur, Finnland og Svíþjóð. „Verðin hjá þeim hafa lækkað, þau hafa staðið sig betur í markaðssetningu, og þar hefur verðbólgan ekki verið eins þrálát og hér,“ segir Jóhannes. Við séum að tapa samkeppnishæfni í verði. Hann segir ferðaþjónustu á Íslandi einfaldlega vera þannig að hún kostar. Það kosti að hafa fólk í vinnu og í ferðaþjónustu þurfi að hafa margt fólk í vinnu. „Ferðaþjónustan getur ekki tæknivæðst eins og aðrar greinar og fækkað höndum, og því betri þjónustu sem þú vilt veita, því fleiri hendur þarftu.“ „Almennt séð er ferðaþjónusta á Íslandi í töluvert háum gæðum, og það kemur bara fram einfaldlega í því sem ferðamennirnir segja þegar þeir fara héðan í landamærakönnun ferðamálastofu,“ segir Jóhannes. Þar sé einhver kvarði um það hvort fólk mæli með upplifuninni að fara til Íslands, og skalinn sé frá mínus 100 upp í hundrað. Þar hafi Ísland verið að skora milli 76 og 86 stig. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Verðlag Tengdar fréttir Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 „Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. 19. júní 2024 11:39 Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. 27. júní 2024 15:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Jóhannes var gestur í Reykjavík Síðdegis fyrr í dag. Sindri Sindrason þáttastjórnandi sagði þar sögu af nýlegu ferðalagi hans til Siglufjarðar, þar sem hann gisti eina nótt á hóteli, og greiddi fyrir það 37 þúsund krónur. Herbergið var ekki með sérbaðherbergi og morgunmatur var ekki innifalinn. Sindri segir ekkert skrítið að útlendingar fari frekar annað en til Íslands. Talsvert hefur borið á afbókunum erlendra ferðaskrifstofa, meira en búist var við segir Jóhannes. Nú auglýsi íslensk hótel tilboð í gríð og erg, en Jóhannes hvetur Íslendinga til að hringja beint í hótelin og athuga hvort eitthvað tilboð sé í gangi. Þau komi ekki endilega fram á bókunarsíðum eins og booking.com. Kemur ekkert sérstaklega á óvart Jóhannes segir þetta ekki koma neitt sérstaklega á óvart. „Ísland hefur verið einn af þremur dýrustu áfangastöðum heims í tíu ár eða svo. Það er alveg klárt mál að við erum með þannig ferðaþjónustumarkað að framboðið hér af gistingu er lítið,“ segir Jóhannes. Þótt okkur finnist tvær milljónir ferðamanna á ári vera mikið, sé það örlítill áfangastaður í heildarsamhenginu. Miklu fleiri milljónir komi árlega til dæmis til Parísar eða Barcelona. Ferðamönnum finnist sérstakt að koma til Íslands Það fari bara eftir því að hverju maður er að leita, hvort maður sé tilbúinn til að eyða þessum gríðarlegu upphæðum til að ferðast til Íslands. „Það hefur sýnt sig að ferðamenn vilja koma til Íslands og greiða þessi verð fyrir þessa upplifun, að koma til Íslands. Þeim finnst það vera eitthvað sérstakt,“ segir Jóhannes. Ferðamenn við Hallgrímskirkju í sumar. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína til Íslands, þrátt fyrir dýrtíð.Vísir/Arnar Hins vegar séum við í þeirri stöðu að verð hér er almennt dýrara en á öðrum stöðum. Ekki bara dýrasti ferðastaður í heimi, heldur bara dýrt land til að búa í. Hér séu hæstu meðallaun í Evrópu, og hæstu lágmarkslaunin í Evrópu. Þetta leggist allt saman og valdi gríðarlega háu verði. Verðin hafi lækkað hjá samkeppnislöndum Jóhannes segir að í samanburði séum við orðin heldur dýrari en til dæmis Noregur, Finnland og Svíþjóð. „Verðin hjá þeim hafa lækkað, þau hafa staðið sig betur í markaðssetningu, og þar hefur verðbólgan ekki verið eins þrálát og hér,“ segir Jóhannes. Við séum að tapa samkeppnishæfni í verði. Hann segir ferðaþjónustu á Íslandi einfaldlega vera þannig að hún kostar. Það kosti að hafa fólk í vinnu og í ferðaþjónustu þurfi að hafa margt fólk í vinnu. „Ferðaþjónustan getur ekki tæknivæðst eins og aðrar greinar og fækkað höndum, og því betri þjónustu sem þú vilt veita, því fleiri hendur þarftu.“ „Almennt séð er ferðaþjónusta á Íslandi í töluvert háum gæðum, og það kemur bara fram einfaldlega í því sem ferðamennirnir segja þegar þeir fara héðan í landamærakönnun ferðamálastofu,“ segir Jóhannes. Þar sé einhver kvarði um það hvort fólk mæli með upplifuninni að fara til Íslands, og skalinn sé frá mínus 100 upp í hundrað. Þar hafi Ísland verið að skora milli 76 og 86 stig.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Verðlag Tengdar fréttir Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 „Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. 19. júní 2024 11:39 Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. 27. júní 2024 15:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. 19. júní 2024 11:39
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. 27. júní 2024 15:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent