Hroki og villimennska ríkisstjórnar Netanjahú og heimska Hamas-samtakanna Katrín Harðardóttir skrifar 8. júlí 2024 11:30 Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar