Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2024 16:38 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. „Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
„Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira