Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júlí 2024 15:40 Goslokahátíð fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Vilhelm Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“ Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“
Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira