Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júlí 2024 15:40 Goslokahátíð fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Vilhelm Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“ Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“
Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira