„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2024 09:00 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, nam verkfræði í HÍ, hagfræði í Oxford, forritun með gúggli, hefur gefið út bók á Amazon, stofnað alls kyns fyrirtæki, unnið með fyrirtækjum og stjórnvöldum víða um heim og er líka að takast á við það nýja hlutverk að vera orðinn pabbi. Björn er einn þeirra sem er á nýjum 40/40 lista. Vísir/Vilhelm „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. Björn útskrifaðist úr verkfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 en eitt af því sem vakti athygli á 40/40 listanum í ár, er hversu hátt hlutfall verkfræðinga er á listanum. Eða 40%. Á 40/40 listanum eru nöfn stjórnenda sem eru yngri en fertugt og teljast rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi. Og að talið er; fólk sem áhugavert verður að fylgjast með í starfsframa. Að því sögðu, má benda á að forverar Björns í starfi, hafa mörg hver náð framúrskarandi góðum árangri. Nú síðast var Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands, Svanhildur Hólm hefur verið skipuð sendiherra í Washington, Frosti Ólafsson starfar sem ráðgjafi McKinsey, Ásta Fjeldsted og Finnur Oddsson stýra bæði stórum Kauphallarfyrirtækjum og Þór Sigfússon kom Sjávarklasanum á laggirnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast einum stjórnanda á 40/40 listanum. Björn segir að það að byrja í nýju starfi sé svolítið eins og að drekka af brunahana; Þú skrúfar frá krananum, færð vatnsgusu í andlitið og reynir að ná öllum dropunum upp í þig. Björn tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í mars á þessu ári og samhliða því, hefur hann tekist á við þá áskorun að sleppa takinu af sínu eigin fyrirtæki; Moodup. Litlir óeirðaseggir og tölvunörd Björn er fæddur þann 2.febrúar árið 1988, sonur Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta, og Björns B Björnssonar, kvikmyndagerðarmanns. „Á Íslandi hef ég alltaf búið í 101 Reykjavík,“ segir Björn og brosir. „Samvera fjölskyldunnar á Ítalíu þegar ég var sex ára,“ svarar Björn aðspurður um hvað kemur fyrst upp í hugann þegar æskuárin eru rifjuð upp. Björn á tvær eldri og samfeðra systur; þær Birtu Björnsdóttur, fréttamann, og Brynju Björnsdóttur, leikmyndahönnuð. Björn á síðan yngri bróður, Arnald Björnsson, sjúkraliða, en í hálft ár dvöldu systkinin með foreldrunum á Amalfíströndinni á Ítalíu. „Foreldrar mínir voru með Apple fartölvu, sem var grár hlunkur og frumstæður með svart/hvítum skjá. Þetta var ást við fyrstu sín,“ segir Björn og útskýrir að hann hafi allar götur síðar einfaldlega elskað að vera í tölvum. „Fyrst og fremst er það þó þessi mikla samvera fjölskyldunnar sem kemur upp í hugann, því þessi dvöl þýddi að við vorum einfaldlega saman frá morgni til kvölds, í suðrænni stemningu og systur mínar kenndu mér að lesa og skrifa.“ Æskan markaðist nokkuð af þeirri vegferð sem búseta í 101 fól í sér. „Við bjuggum á Leifsgötu í austurbænum þar til ég var átta ára og síðan á Túngötu í gamla vesturbænum. Það voru nokkur viðbrigði fyrir mig félagslega að flytja í gamla vesturbæinn en ég eignaðist þó einn mjög góðan vin þar sem ég held enn tengslum við,“ segir Björn og bætir við: „Hringbrautin sker Vesturbæinn í tvennt. Þeir sem voru 107 megin voru í KR, en við sem vorum 101 megin við Hringbrautina vorum í einhverju öðru.“ Eins og hverju? „Til dæmis að brjóta rúður og sprengja flugelda. Litlir glæpamenn og óeirðarseggir,“ segir Björn og hlær. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar æskan er rifjuð upp, er hálfs árs dvöl fjölskyldunnar á Ítalíu, þar sem systur hans kenndu honum að lesa og fjölskyldan naut samverunnar frá morgni til kvölds. Foreldrar hans, Hrefna Haraldsdóttir og Björn B Björnsson, voru með Apple fartölvu meðferðis, gráan hlunk með svart/hvítum skjá. Fyrir Björn var tölvan ást við fyrstu sín. Þegar það versta gerðist Á dögunum hélt Björn ræðu í Eldborg. Áheyrendur í sal voru um 1700 manns. Björn fann þó ekki fyrir stressi, steig í pontu og flutti sitt mál. Staðan hefur þó alls ekki alltaf verið þannig. „Ég var félagskvíðinn þegar ég var yngri og það fylgdi mér lengi. Í Hagaskóla var ég mest heima að lesa eða í tölvunni að spila Counter-strike á meðan töffarakrakkarnir voru að reykja og drekka. Ég hafði mig því lítið í frammi í grunnskóla en fór að koma út úr skelinni þegar ég byrjaði í MR, þar sem ég tók mjög virkan þátt í félagslífinu.“ Að fara í MR var þó fyrst og fremst val sem einkenndist af því að fylgja vinum sínum. Og þá fannst Birni mjög jákvætt að geta labbað í skólann. „Ég var óöruggur og sjálfsmeðvitaður á þessum tíma. Ég átti appelsínugula peysu sem ég var rosalega ánægður með og var því alltaf í henni. Hárið var líka byrjað að þynnast, en ég var þó á því stigi að viðurkenna það ekki ennþá fyrir sjálfum mér.“ Þótt minningarnar úr MR séu góðar, fela þær líka í sér eitt það óþægilegasta sem Björn hefur upplifað. „Við vorum nokkrir busar sem mönuðum okkur upp í að spreyta okkur í ræðukeppni og lendum á móti mjög fyndnum og mælskum stelpum á næstsíðasta ári,“ segir Björn og bætir við: Sú þeirra sem var næst á undan mér steig upp í pontu og kallaði mig appelsínugult ógeð með endalaust enni. Það var bæði tilvísun í peysuna og að ég væri byrjaður að missa hárið. Áhorfendurnir í salnum hlógu og ég var svo sleginn út af laginu að ræðan mín í kjölfarið heyrðist varla. Niðurlægingin var algjör og þær gjörsigruðu okkur í keppninni.“ Björn segir að þótt atvikið hafi verið erfitt þá sé það dæmi um hvernig fall er fararheill. „Ræðumennskan mín gat ekki byrjað verr. Í raun gerðist það versta sem gat gerst, en það þýddi líka að það var ekkert að óttast lengur. Þegar ég jafnaði mig átti ég því auðveldara með að koma fram og er til dæmis ekki lengur stressaður þegar ég held ræður. Óháð fjölda gesta eða tilefninu.“ Fall er fararheill segir Björn þegar hann rifjar upp mjög svo erfiða reynslu úr MR, þegar hann var uppnefndur appelsínugula ógeðið í ræðukeppni og gert grín að því að hárið væri farið að þynnast. Sár reynsla sem þó leiddi til þess að leiðin var bara upp á við eftir það og í dag upplifir Björn ekkert stress við ræðuhöld. Þótt áheyrendur séu á annað þúsund manns.Vilhelm, einkasafn Til útlanda Björn segir MR hafa verið einn af hápunktunum í sínu lífi, þar var hann kosinn Inspector scholae sem telst ein virðingamesta staða nemenda, ritstýrði tímariti með félögum sínum, tók þátt í ræðukeppnum, spurningakeppnum og stjórn nemendafélagsins. „Ég tók út mikinn félagslegan þroska á þessum árum og óöryggið minnkaði mikið. Ég myndi þó segja að kvíðinn hafi verið viðloðandi áfram, kannski til svona 25 ára aldurs,“ segir Björn einlægur. Eftir MR valdi Björn verkfræði í Háskóla Íslands. „Sem var nokkuð tíðindalítið nám en mjög beint framhald af MR námslega séð.“ Björn var félagskvíðinn þegar hann var yngri og segir það hafa fylgt sér lengi. Sjálfur segist hann hafa verið mikið tölunörd sem barn. Sat heima og spilaði Counterstrike í tölvunni á meðan töffarakrakkarnir í Hagaskóla voru að reykja. Björn fór loks að komast út úr skelinni þegar hann var í MR og fór að taka virkan þátt í félagslífinu og það sama átti við um námstímann í Oxford síðar. Björn setti sér það markmið að reyna að vera sem mest erlendis á námsárunum. „Ég var eitt sumar við nám í Sjanghæ þar sem ég lærði um kínversk stjórnmál og efnahagsmál,“ segir Björn og minnist þess hversu áhugaverður sá tími hafi verið. „Ári síðar hlaut ég rannsóknarstyrk í Kaliforníu, bjó þá í Los Angeles og sótti lítinn skóla sem heitir Caltech í Pasadena, en þótt sá skóli sé fámennur er hann á heimsklassa og víst sá skóli sem er með hæstu tíðni nóbelsverðlaunahafa úr sínum röðum,“ segir Björn og bætir við: „Og mér fannst æðislegt að búa þarna. Besti matur sem ég hafði smakkað, alltaf gott veður, mjög fallegt umhverfi, skemmtilegir krakkar og metnaðarfullt fólk.“ Annað tók þó við fljótlega. „Ég fór í skiptinám í háskólann í Miami og ætlaði að vera þar í einn vetur en stytti þann tíma og fór heim um áramótin. Þar sótti ég skóla þar sem mikið af ríkum krökkum frá Suður-Ameríku sóttu nám. Pabbar þeirra keyrðu þau í skólann á sportbílum en ég var sá skrýtni sem labbaði í skólann.“ Skammt frá bjó Björn í herbergi sem hann leigði í fátæku hverfi í Miami. „Ég flaug frá LA til Miami í ágúst og það tók mig dágóðan tíma að venjast þessu frumskógarloftslagi sem þar er, 100% raki, krókódílar og annað í þá veru. Vikulega eða svo komu tilkynningar frá skólanum um vopnað rán eða sambærilega glæpi í nágrenninu, það var alltaf verið að vara okkur við því að maður með byssu væri þarna, vopnað rán hér og svo framvegis.“ Björn segir bankahrunið hafa kveikt þá hugmynd að læra fjármálahagfræði, því á þeim tíma lá hann yfir fréttasíðum og las allt sem hann gat um hrunið. Að skilja hvernig lífið gæti umturnast í heilu samfélagi þegar bankarnir fóru á hausinn, leiddi hann því til Oxford. Þaðan lá leiðin í starf hjá Credit Suisse, síðan McKinsey og loks aftur heim á frónið.Vilhelm (th.efst), einkasafn Oxford Eins og MR, er námið við Oxford einn af hápunktum Björns að hans sögn. Enda ekki slæmt að vera með Oxford nám á ferilskránni. „Í Oxford er sagt að maður geti valið tvennt af þrennu; íþróttir, nám og félagslíf. Auðvitað reyndi ég samt að gera allt þrennt,“ segir Björn og hlær. Það fyrsta var að skrá sig í róðrafélag og ekkert annað í boði en að vakna eldsnemma á morgnana til að fara út að róa. „Sú stemning hætti að vera spennandi með haustrigningunni og ég var því fljótur að hætta í róðrafélaginu en einbeita mér að hinu tvennu: námi og félagslífi.“ Í náminu segir Björn að hann hafi lært mikið um það hvernig hagkerfi heimsins virka og þó hafi hann aftengst svolítið daglegum viðburðum á Íslandi, orðið uppteknari að því að lesa bresku pressuna. Oxford er 800 ára gamall háskóli og fjármálahrunið hafði ekki mikil áhrif á það samfélag. Né önnur í samanburði við Ísland, þar sem lífið einfaldlega umturnaðist þegar bankarnir fóru á hausinn.“ Björn sá fyrir sér að lifa og hrærast í breskum fjármálaheimi, því eftir nám flutti hann til London og hóf störf hjá Credit Suisse. „Ég var fljótur að komast að því að hjá Credit Suisse var ekki tími fyrir mikið annað en að vinna. Ég tók neðanjarðarlestina til vinnu klukkan hálfsjö á morgnana, var mættur til vinnu klukkan sjö og vann langa daga.“ Morgnarnir voru mikilvægir þar sem Björn starfaði með teymi í rannsóknum og greiningum, þar sem keppikeflið var að afhenda verðbréfamiðlurum upplýsingar fyrir opnun markaða. „Þegar að því kom að ákveða hvort ég vildi þiggja varanlegt starf hjá Credit Suisse ákvað ég hins vegar að gera það ekki, en réði mig þess í stað sem rekstrarráðgjafa hjá McKinsey & Company.“ Sem þýddi að Björn flutti til Kaupmannahafnar. „Ég kunni vel við mig í Danmörku en viðurkenni að ég átti nokkuð erfitt með dönskuna, sér í lagi Kaupmannahafnardönskuna. En hjá McKinsey vann ég með mörgum ólíkum fyrirtækjum og í mörgum krefjandi og fjölbreyttum verkefnum, með flottu fólki og þetta var skemmtilegur tími,“ segir Björn og bætir við: „Það var ekkert óalgengt að maður væri að vinna fram yfir miðnætti en þyrfti samt að mæta klukkan 9 morguninn eftir. Og þetta voru oft mjög gefandi verkefni, erfið en skemmtileg. En álagið var aðeins byrjað að segja til sín. Ég hef alltaf lagt áherslu á góðan svefn, þarf mína átta tíma og þótt mér hafi alltaf gengið mjög vel í námi lærði ég til dæmis aldrei fyrir próf seint á kvöldin.“ Eftir ár í Danmörku, þegar tækifæri opnaðist fyrir nýju og spennandi starfi á Íslandi, ákvað Björn því að slá til og flutti heim. Björn rifjar upp 70% skatt á sjónvörp, 60% á þvottavélar og 45% skattur á föt, en þessir skattar voru ekki niðurfelldir fyrr en eftir bankahrun og í kjölfar vinnu Samráðsvettvangsins um aukna hagsæld, sem allir þingflokkar á Alþingi áttu sæti í, auk hagaðila vinnumarkaðar. Fram að afnámi, horfðu aðilar eins og HM og Lindex ekki einu sinni til Íslands sem vænlegs markaðskosts. Björn var verkefnastjóri í Samráðsvettvanginum, sem starfsmaður McKinsey í Danmörku.Vísir/Vilhelm Ísland Björn hóf störf sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands árið 2014, en aðdragandinn að heimkomunni, tengist þó verkefni sem hann vann að nokkru áður og þá sem ráðgjafi hjá McKinsey. „McKinsey hafði unnið skýrslu um íslenskt efnahagslíf og í kjölfarið var stofnaður Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi, sem var þverpólitískur vettvangur þar sem allir þáverandi þingflokkar áttu sinn fulltrúa auk launahreyfingar, atvinnulífs, akademíu og fleiri,“ segir Björn og vísar þá til þess þegar unnið var að því eftir hrun, að vinna að stefnumótun til framtíðar með það fyrir augum að íslenskt samfélag gæti rétt úr kútnum á ný. Björn segir að eflaust hafi íslenskar rætur Klemens Hjartar, sem ekki aðeins er einn meðeiganda í McKinsey heldur telst eitt af stærri nöfnum fyrirtækisins á alþjóðavettvangi, átt þátt í því að þessi vinna fór af stað. Að sögn Björns, var margt innleitt næstu árin á Íslandi, sem var afrakstur þeirrar vinnu sem þarna fór fram. „Til dæmis afnám tolla og vörugjalda á raftækjum, heimilistækjum, fötum og skóm. Í áraraðir voru skattar rosalega háir á þessum vörum. 70% skattur á sjónvörp, 60% á þvottavélar og 45% skattur á föt. Svo lengi hafði þetta verið að þótt afnám þessara skatta kæmu reglulega fram í umræðunni, héldust þeir alltaf óbreyttir nánast af hefðinni „af því bara.“ Björn telur þessa breytingu vera ein þeirra sem leiddi til gífurlegrar kjarabótar. Fram að þessum tíma höfðu Íslendingar stundað það að fara til útlanda til að kaupa sér föt. Enda varla annað hægt, því ríkið innheimti svo mikinn skatt af fötum hér. Aðilar eins og H&M, Lindex og fleiri, horfðu ekki einu sinni á Ísland sem valkost á þessum tíma. Í dag er staðan gjörbreytt því verslanir bjóða upp á vel samkeppnishæf verð á fatnaði miðað við erlendis.“ Hlutverk Björns í þessari vinnu var verkefnastjórn sem fulltrúi McKinsey. „Ég flaug til Íslands á mánudagsmorgnum, var að vinna í þessu verkefni og flaug aftur til Danmerkur á fimmtudagskvöldum. Þetta fyrirkomulag er mjög algengt í ráðgjafastarfi hjá McKinsey, enda starfar það félag fyrir fyrirtæki og stjórnvöld um allan heim.“ Þegar Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bauð hann Birni hins vegar að taka við sem hagfræðingur ráðsins. „Við Frosti störfuðum báðir hjá McKinsey og kynntumst við vinnu Samráðsvettvangsins. Okkur varð strax vel til vina og mér fannst því engin spurning að slá til.“ Frumkvöðullinn Við tók skemmtilegur tími. Í orðsins fyllstu merkingu. „Ég keypti mér mína fyrstu íbúð í Þingholtunum og það fylgdi því mikill friður og hvíld að eignast mitt eigið heimili. Því í um fjögur ár hafði ég verið nokkuð rótlaus, maður kemur sér ekkert svo vel fyrir ef búsetan er í tímabundnum leiguíbúðum,“ segir Björn og bætir við: „Ég fór á fullt í vinnuna fyrir Viðskiptaráð en endurnýjaði líka kynnin við marga félaga sem ég hafði lítið séð af í nokkur ár, átti einhvern pening í fyrsta sinn fyrir alvöru og gat leyft mér að njóta lífsins, fara út að borða og kaupa drykki á veitingastöðum.“ Björn tiltekur að skemmtilegustu stundirnar að hans mati, er að sitja í góðra vina hópi og spjalla um þjóðmál og önnur merkileg mál. Ástarmálin voru svona upp og ofan og eins og gengur hjá ungu fólki. Stundum eitthvað í gangi, heima og erlendis. En ekkert varanlegt enn sem komið er. „Árið 2017 ákvað ég hins vegar að hætta hjá Viðskiptaráði og læra sjálfur að forrita.“ Forrita? „Já. Ég var með þá hugmynd að vilja skapa mér mínar eigin tekjur og standa á eigin fótum. Ég ákvað því að hætta hjá Viðskiptaráði en vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera annað en að vilja fara út í eigin rekstur og læra forritun til að geta skapað eitthvað sjálfur.“ Hvernig lærir maður forritun sjálfur? „Vinur minn sagði að það þurfi bara tvö skref til að læra að elda. Skref eitt er að gúggla uppskrift og skref tvö er að fara eftir henni. Það sama á við um forritun. Þú gúgglar bara Hvernig læri ég forritun og ferð síðan eftir því,“ segir Björn en bætir við: „Þetta er því ekki endilega flókið en ég viðurkenni að þetta er hins vegar erfitt. Fyrir mig þá hefði ég aldrei getað orðið nægjanlega góður í forritun til að búa til hugbúnaðarfyrirtæki nema með því að hætta í vinnunni og gera það að mínu aðalverkefni.“ Næstu þrjú árin, starfaði Björn sem sjálfstæður rekstrarráðgjafi í hlutastarfi og vann að ýmsum öðrum verkefnum samhliða. Til dæmis að skrifa sjálfshjálparbók um Crossfit undir dulnefni og selja á Amazon. Hvers vegna undir dulnefni? „Ég vildi söluvænlegra höfundarnafn. Bókin var hluti af því markmiði mínu að búa til tekjur sem væru ekki beintengdar þeim tíma sem ég lagði inn. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, en átti ágætis sparnað og ætlaði að lifa á honum þar til verkefnin mín færu að skapa tekjur. Bókin var fyrsta tilraunin í því og hún bjó til góðan grunn sem ég gat síðan byggt ofan á.“ Næstu verkefni sneru að forritun, þó þannig að oftar en ekki vantaði viðskiptamódelið. „Fyrsta verkefnið sem ég forritaði og sló í gegn er Herborg.is, en besta leiðin til að læra forritun er að búa eitthvað til og gefa það út. Á Herborgu er hægt að bera saman öll húsnæðislán á Íslandi og margir nota hana ennþá í dag,“ segir Björn og brosir. Annað verkefni sem Björn forritaði var Blaðberi.is, sem er fréttalesarasíða. „Það var annað dæmi um verkefni sem ég nýtti til að kenna sjálfum mér forritun. Ég smíðaði hann fyrst fyrir sjálfan mig til að fylgjast með fréttum á þægilegri hátt, en í dag hefur hann þúsundir lesenda.“ Tekjur fóru þó að skila sér þegar Björn stofnaði vefskólann Frama með Marinó Páli Valdimarssyni og Hrólfi Andra Tómassyni. Þar getur fólk sótt sér ýmis rafræn námskeið þar sem þjóðþekktir einstaklingar og aðrir, miðla af reynslu sinni og þekkingu. Til dæmis Bubbi Morthens, Magnús Scheving, Jón Gnarr, Yrsa, Haraldur Þorleifsson og fleiri. Á Frami.is má finna námskeið um eldamennsku, fjármál, forritun, prjónun, innanhúshönnun, tónlist, skrif og margt fleira. En verkefnið sem hefur gengið best allra er hugbúnaðarfyrirtækið Moodup. Björn segir það vissulega hafa verið ákveðna áskorun að sleppa takinu af startup fyrirtækinu sínu Moodup þegar hann hóf störf hjá Viðskiptaráði. Enda sé Moodup eins og barnið hans, þó vaxið úr grasi því í dag þjónustar félagið yfir 100 vinnustaði með nútímalegar starfsmannamælingar sem snýna niðurstöður á rauntíma. Björn stofnaði líka frami.is, herborg.is og bladberi.is og er höfundur bókar um Crossfit sem enn er að seljast á Amazon. Th.: Davíð Tómas Tómasson, Stefán Jökull Stefánsson og Björn. Moodup verður til Samhliða þessum forritunartilraunum tók Björn líka að sér verkefni við stefnumótun fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. Það hjálpaði til við að drýgja tekjurnar og fá fjölbreyttari reynslu í bland við eigin verkefni. „Eitt af þessum verkefnum var stefnumótun fyrir Haga skömmu eftir að Finnur Oddsson tók við sem forstjóri. Hann vildi gera betur í að mæla og bæta starfsánægju innan samsteypunnar, því ánægt starfsfólk skilar sér í betri rekstrarútkomum,“ segir Björn til útskýringar á aðdraganda stofnunar Moodup. „Ég fékk það hlutverk að finna gott mælitæki sem gæti hentað Högum en fann ekkert sem mér fannst vera nógu gott.“ Úr varð að Björn stingur upp á því við Finn, að hann sjálfur stofni félag, forriti kerfi og Hagar verði fyrsti viðskiptavinurinn. „Sem ég tel alltaf bestu leiðina fyrir stofnun fyrirtækja. Að þróa lausn með viðskiptavini en ekki í tómarúmi.“ Með Moodup svarar starfsfólk spurningum um starfsánægju, líðan og fleira, í símanum sínum. „Þetta sló strax í gegn hjá Högum. Í fyrsta sinn fékk starfsfólk stuttar kannanir með skemmtilegum, myndrænum og nútímalegum spurningum, og svarhlutfallið rauk upp,“ segir Björn og bætir við: „En þótt varan virkaði vel þá gekk sala til annarra fyrirtækja ekki jafn vel fyrst. Næstu mánuði á eftir þræddi ég hvern sölufundinn á fætur öðrum með litlum árangri.“ Einn eða tveir viðskiptavinir bættust í hópinn næstu mánuði en tekjurnar uxu hægt. „Samhliða var ég auðvitað að forrita og betrumbæta lausnina sjálfa. Síðan fór ég smátt og smátt að upplifa meðbyr og fleiri viðskiptavinir bættust við. Skemmst er frá því að segja að í dag þjónar Moodup rúmlega hundrað vinnustöðum sem nýta sér mælingarnar. „Lausnin hefur auðvitað þroskast mikið miðað við í upphafi en kerfið er að mælast vel fyrir og skila árangri. Moodup hafa stjórnendur aðgang að mælaborði þar sem þeir sjá niðurstöður í rauntíma, í stað þess að fá sent PDF-skjal í tölvupósti einu sinni á ári, eins og raunin var áður.“ Björn segist margt hafa lært af þessu frumkvöðlastarfi. „Til dæmis það hvað hlutirnir eru fljótir að breytast. Fyrstu sex til níu mánuðina sótti ég á annað hundrað sölufundi án þess að ná miklum árangri. En eftir því sem fleiri mannauðsstjórar heyrðu góða hluti um okkur þá fórum við úr mótvindi yfir í meðbyr.“ s Þrír starfsmenn starfa hjá Moodup í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Davíð Tómas Tómasson. Sjálfur er Björn stjórnarformaður. Sambýliskona og barnsmóðir Björns heitir Oliwia Antczak og er frá Póllandi. Björn og Oliwia kynntust á Tinder, en Oliwia flutti til Íslands fyrir fimm árum síðan og nýverið útskrifaðist hún úr HÍ með íslensku sem annað mál. Þann 20.maí sl., fæddist síðan frumburðurinn; Ólafur Björnsson. Hjá Viðskiptaráði og á 40/40 listanum Í maí tók Björn við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og í júní var hann einn þeirra sem valdir voru á 40/40 listann. Samkvæmt Andrési Jónssyni, framkvæmdastjóra Góðra samskipta og forsprakka 40/40 listans, er mun algengara í dag að stjórnendur leiti sér leiða til að vaxa og eflast í starfi. Í samtali við Björn Brynjúlf er augljóst að það á vel við. „Ég hef einmitt verið að lesa Andrew Grove, fyrrum forstjóra Intel, en hann var verkfræðingur og skrifaði um stjórnun með þessari verkfræðihugsun, sem felur í sér að stjórnun snúist í rauninni um að framleiða eitthvað. Hlutverk stjórnanda sé að skapa aðstæður fyrir teymið að framleiða framúrskarandi afurðir, stilla taktinn, tryggja að mistök uppgötvist snemma í ferlinu og að bæði afköst og gæði séu fullnægjandi,“ segir Björn og bætir við: Og eitt af því sem mér finnst svo áhugavert í hans skrifum um stjórnun, er að hann segir að stjórnendur eigi ekki að hugsa um árangur úr frá sér persónulega, heldur alltaf sem samanlagðan afrakstur heildarinnar.“ En hvernig kom það til að þú fórst að vinna aftur hjá Viðskiptaráði? „Núna um áramótin var Moodup komið í góðan farveg. Davíð Tómas, sem hefur með mér í fyrirtækinu frá því snemma, var kominn með töglin og hagldirnar í rekstrinum, og tæknistjóri sá um þróun og þjónustu. Ég var því að sumu leyti orðinn óþarfur og var byrjaður að líta í kringum mig.“ Í febrúar var starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs auglýst og í mars var tilkynnt um ráðningu Björns. „Ég fann strax að auglýsingin togaði. Ég var búinn að svala aðeins þörfinni fyrir að standa á eigin fótum með sjö árum í rekstri og langaði að taka aftur virkari þátt í samfélaginu,“ segir Björn. Honum finnst gaman að vera komin aftur á sinn gamla vinnustað. „Ég finn að í dag er ég allt annar maður en ég var fyrir tíu árum þegar ég byrjaði hjá Viðskiptaráði síðast. Fyrir mér núna er starf eins og tímabundið verkefni og lykilspurningin er hverju ég get áorkað á meðan ég sinni starfinu,“ sem Björn segir afar umfangsmikið og fjölbreytt. „Viðskiptaráð er margþætt batterí, en mikilvægustu hlutverkin eru málefnastarf og hagsmunagæsla. Við tölum þar fyrir viðskiptafrelsi og lágmörkun opinberra afskipta auk þess að benda á mikilvægi einkaframtaksins fyrir góð lífskjör. Við lifum eftir þessum boðskap í menntamálum og erum stofnaðili Háskólans í Reykjavík auk þess að reka Verslunarskóla Íslands um árabil. Hér starfa líka 15 millilandaráð, en á skrifstofunni vinna átta manns og það sem stendur upp úr eftir fyrstu vikurnar í starfi er að kynnast þeim,“ segir Björn og bætir við: „Að byrja í nýju starfi er svolítið eins og að drekka af brunahana. Þú skrúfar frá, færð vatnsgusu í andlitið og reynir að ná öllum dropunum upp í þig. Nú er það mitt að finna taktinn í þessu nýja vinnuumhverfi, fara í gegnum vinnubrögðin, efnisvinnu og framsetningu, yfirfara þær afurðir sem hér eru skapaðar og svo framvegis.“ Hluti starfsins séu einnig starfsmannamál og þar finnst Birni hann hafa lært mikið af þeim viðskiptavinum sem nýta sér Moodup kerfið. „Það er einkennandi fyrir vinnustaði í Moodup að þeir skara fram úr í mannauðsmálum og vilja gera ennþá betur. Ég hef því séð margt vel gert í gegnum þær mælingar og lært heilmikið um starfsmannamál óbeint og ómeðvitað í leiðinni. Þótt hugurinn sé fyrst og fremst bundinn nýju starfi, eru viðbrigðin nokkur. „Ég skal viðurkenna að ég kveið svolítið fyrir því að sleppa takinu af Moodup. Það er eins og barnið mitt og ég er einn þeirra sem skipta sér af smæstu smáatriðum. Ef það er verið að tala um gráan lit, þá hef ég skoðun á því hvers konar grár það á að vera og ef það er verið að tala um breiddir eða boga á hornum og kössum, þá hef ég skoðanir á því öllu, og svo framvegis.“ Að sleppa takinu hefur þó gengið vel. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikil frelsis tilfinning það var að sleppa takinu af rekstrinum og stíga upp í sæti stjórnarformanns. Nú sit ég eingöngu stjórnarfundi mánaðarlega til að ræða stefnuna og helstu atriði hvað hana varðar, en treysti framkvæmdastjóranum og teyminu þess á milli. Að þessu leyti til finnst mér eins og barnið sé vaxið úr grasi.“ Björn er einn þeirra sem er á nýjum 40/40 lista, en sá hópur stjórnenda sem þar er, á það sameiginlegt að teljast til stjórnenda af nýja skólanum. Mýkt einkennir þennan hóp og viljinn til að efla sig sem stjórnendur. Hvoru tveggja atriði sem skinið hafa í gegn í samtali við Björn.Vilhelm, einkasafn En Björn er líka að takast á við annað og veigamikið hlutverk í lífinu. Því þann 20. maí síðastliðinn fæddist frumburðurinn: Ólafur Björnsson. Barnsmóðir Björns heitir Oliwia Antczak, sem er frá Póllandi og flutti til Íslands fyrir tæpum fimm árum. „Við kynntumst á stefnumótaforriti, sem okkur fannst svolítið vandræðalegt að segja frá fyrst. Sem það er auðvitað ekki því mér skilst að 2/3 sambanda í dag byrji þannig,“ segir Björn og brosir. „Síðan tóku við ísbíltúrar, sundferðir og fleira en í fyrra vorum við úti að borða þegar við ljáðum máls á barneignum á sama tíma. Þá kom í ljós var að við höfðum bæði verið að hugsa um nákvæmlega það sama í þeim efnum, án þess að vita af því hjá hinu.“ Oliwia er mikil málvísindarkona, er með meistaragráðu í spænsku og nýverið útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-próf í íslensku sem annað mál. „Við erum bæði skipulögð en ég myndi segja að hún búi yfir meira jafnaðargeði, skapsveiflurnar eru meiri mín megin. Sambandið hefur vaxið jafnt og þétt, við sjáum heiminn með svipuðum hætti og okkur líður vel saman.“ segir Björn einlægur. Og um nýja pabbahlutverkið segir Björn. Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir. Og sumar nætur hafa vissulega verið erfiðar og við grá í framan. En heilt yfir er þetta búið að vera svakalega skemmtilegt. Hann er mikið krútt og gaman að upplifa öll fyrstu skiptin með honum. Fyrir tveimur vikum gaf hann okkur til dæmis fyrsta brosið.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Björn útskrifaðist úr verkfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 en eitt af því sem vakti athygli á 40/40 listanum í ár, er hversu hátt hlutfall verkfræðinga er á listanum. Eða 40%. Á 40/40 listanum eru nöfn stjórnenda sem eru yngri en fertugt og teljast rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi. Og að talið er; fólk sem áhugavert verður að fylgjast með í starfsframa. Að því sögðu, má benda á að forverar Björns í starfi, hafa mörg hver náð framúrskarandi góðum árangri. Nú síðast var Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands, Svanhildur Hólm hefur verið skipuð sendiherra í Washington, Frosti Ólafsson starfar sem ráðgjafi McKinsey, Ásta Fjeldsted og Finnur Oddsson stýra bæði stórum Kauphallarfyrirtækjum og Þór Sigfússon kom Sjávarklasanum á laggirnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast einum stjórnanda á 40/40 listanum. Björn segir að það að byrja í nýju starfi sé svolítið eins og að drekka af brunahana; Þú skrúfar frá krananum, færð vatnsgusu í andlitið og reynir að ná öllum dropunum upp í þig. Björn tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í mars á þessu ári og samhliða því, hefur hann tekist á við þá áskorun að sleppa takinu af sínu eigin fyrirtæki; Moodup. Litlir óeirðaseggir og tölvunörd Björn er fæddur þann 2.febrúar árið 1988, sonur Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta, og Björns B Björnssonar, kvikmyndagerðarmanns. „Á Íslandi hef ég alltaf búið í 101 Reykjavík,“ segir Björn og brosir. „Samvera fjölskyldunnar á Ítalíu þegar ég var sex ára,“ svarar Björn aðspurður um hvað kemur fyrst upp í hugann þegar æskuárin eru rifjuð upp. Björn á tvær eldri og samfeðra systur; þær Birtu Björnsdóttur, fréttamann, og Brynju Björnsdóttur, leikmyndahönnuð. Björn á síðan yngri bróður, Arnald Björnsson, sjúkraliða, en í hálft ár dvöldu systkinin með foreldrunum á Amalfíströndinni á Ítalíu. „Foreldrar mínir voru með Apple fartölvu, sem var grár hlunkur og frumstæður með svart/hvítum skjá. Þetta var ást við fyrstu sín,“ segir Björn og útskýrir að hann hafi allar götur síðar einfaldlega elskað að vera í tölvum. „Fyrst og fremst er það þó þessi mikla samvera fjölskyldunnar sem kemur upp í hugann, því þessi dvöl þýddi að við vorum einfaldlega saman frá morgni til kvölds, í suðrænni stemningu og systur mínar kenndu mér að lesa og skrifa.“ Æskan markaðist nokkuð af þeirri vegferð sem búseta í 101 fól í sér. „Við bjuggum á Leifsgötu í austurbænum þar til ég var átta ára og síðan á Túngötu í gamla vesturbænum. Það voru nokkur viðbrigði fyrir mig félagslega að flytja í gamla vesturbæinn en ég eignaðist þó einn mjög góðan vin þar sem ég held enn tengslum við,“ segir Björn og bætir við: „Hringbrautin sker Vesturbæinn í tvennt. Þeir sem voru 107 megin voru í KR, en við sem vorum 101 megin við Hringbrautina vorum í einhverju öðru.“ Eins og hverju? „Til dæmis að brjóta rúður og sprengja flugelda. Litlir glæpamenn og óeirðarseggir,“ segir Björn og hlær. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar æskan er rifjuð upp, er hálfs árs dvöl fjölskyldunnar á Ítalíu, þar sem systur hans kenndu honum að lesa og fjölskyldan naut samverunnar frá morgni til kvölds. Foreldrar hans, Hrefna Haraldsdóttir og Björn B Björnsson, voru með Apple fartölvu meðferðis, gráan hlunk með svart/hvítum skjá. Fyrir Björn var tölvan ást við fyrstu sín. Þegar það versta gerðist Á dögunum hélt Björn ræðu í Eldborg. Áheyrendur í sal voru um 1700 manns. Björn fann þó ekki fyrir stressi, steig í pontu og flutti sitt mál. Staðan hefur þó alls ekki alltaf verið þannig. „Ég var félagskvíðinn þegar ég var yngri og það fylgdi mér lengi. Í Hagaskóla var ég mest heima að lesa eða í tölvunni að spila Counter-strike á meðan töffarakrakkarnir voru að reykja og drekka. Ég hafði mig því lítið í frammi í grunnskóla en fór að koma út úr skelinni þegar ég byrjaði í MR, þar sem ég tók mjög virkan þátt í félagslífinu.“ Að fara í MR var þó fyrst og fremst val sem einkenndist af því að fylgja vinum sínum. Og þá fannst Birni mjög jákvætt að geta labbað í skólann. „Ég var óöruggur og sjálfsmeðvitaður á þessum tíma. Ég átti appelsínugula peysu sem ég var rosalega ánægður með og var því alltaf í henni. Hárið var líka byrjað að þynnast, en ég var þó á því stigi að viðurkenna það ekki ennþá fyrir sjálfum mér.“ Þótt minningarnar úr MR séu góðar, fela þær líka í sér eitt það óþægilegasta sem Björn hefur upplifað. „Við vorum nokkrir busar sem mönuðum okkur upp í að spreyta okkur í ræðukeppni og lendum á móti mjög fyndnum og mælskum stelpum á næstsíðasta ári,“ segir Björn og bætir við: Sú þeirra sem var næst á undan mér steig upp í pontu og kallaði mig appelsínugult ógeð með endalaust enni. Það var bæði tilvísun í peysuna og að ég væri byrjaður að missa hárið. Áhorfendurnir í salnum hlógu og ég var svo sleginn út af laginu að ræðan mín í kjölfarið heyrðist varla. Niðurlægingin var algjör og þær gjörsigruðu okkur í keppninni.“ Björn segir að þótt atvikið hafi verið erfitt þá sé það dæmi um hvernig fall er fararheill. „Ræðumennskan mín gat ekki byrjað verr. Í raun gerðist það versta sem gat gerst, en það þýddi líka að það var ekkert að óttast lengur. Þegar ég jafnaði mig átti ég því auðveldara með að koma fram og er til dæmis ekki lengur stressaður þegar ég held ræður. Óháð fjölda gesta eða tilefninu.“ Fall er fararheill segir Björn þegar hann rifjar upp mjög svo erfiða reynslu úr MR, þegar hann var uppnefndur appelsínugula ógeðið í ræðukeppni og gert grín að því að hárið væri farið að þynnast. Sár reynsla sem þó leiddi til þess að leiðin var bara upp á við eftir það og í dag upplifir Björn ekkert stress við ræðuhöld. Þótt áheyrendur séu á annað þúsund manns.Vilhelm, einkasafn Til útlanda Björn segir MR hafa verið einn af hápunktunum í sínu lífi, þar var hann kosinn Inspector scholae sem telst ein virðingamesta staða nemenda, ritstýrði tímariti með félögum sínum, tók þátt í ræðukeppnum, spurningakeppnum og stjórn nemendafélagsins. „Ég tók út mikinn félagslegan þroska á þessum árum og óöryggið minnkaði mikið. Ég myndi þó segja að kvíðinn hafi verið viðloðandi áfram, kannski til svona 25 ára aldurs,“ segir Björn einlægur. Eftir MR valdi Björn verkfræði í Háskóla Íslands. „Sem var nokkuð tíðindalítið nám en mjög beint framhald af MR námslega séð.“ Björn var félagskvíðinn þegar hann var yngri og segir það hafa fylgt sér lengi. Sjálfur segist hann hafa verið mikið tölunörd sem barn. Sat heima og spilaði Counterstrike í tölvunni á meðan töffarakrakkarnir í Hagaskóla voru að reykja. Björn fór loks að komast út úr skelinni þegar hann var í MR og fór að taka virkan þátt í félagslífinu og það sama átti við um námstímann í Oxford síðar. Björn setti sér það markmið að reyna að vera sem mest erlendis á námsárunum. „Ég var eitt sumar við nám í Sjanghæ þar sem ég lærði um kínversk stjórnmál og efnahagsmál,“ segir Björn og minnist þess hversu áhugaverður sá tími hafi verið. „Ári síðar hlaut ég rannsóknarstyrk í Kaliforníu, bjó þá í Los Angeles og sótti lítinn skóla sem heitir Caltech í Pasadena, en þótt sá skóli sé fámennur er hann á heimsklassa og víst sá skóli sem er með hæstu tíðni nóbelsverðlaunahafa úr sínum röðum,“ segir Björn og bætir við: „Og mér fannst æðislegt að búa þarna. Besti matur sem ég hafði smakkað, alltaf gott veður, mjög fallegt umhverfi, skemmtilegir krakkar og metnaðarfullt fólk.“ Annað tók þó við fljótlega. „Ég fór í skiptinám í háskólann í Miami og ætlaði að vera þar í einn vetur en stytti þann tíma og fór heim um áramótin. Þar sótti ég skóla þar sem mikið af ríkum krökkum frá Suður-Ameríku sóttu nám. Pabbar þeirra keyrðu þau í skólann á sportbílum en ég var sá skrýtni sem labbaði í skólann.“ Skammt frá bjó Björn í herbergi sem hann leigði í fátæku hverfi í Miami. „Ég flaug frá LA til Miami í ágúst og það tók mig dágóðan tíma að venjast þessu frumskógarloftslagi sem þar er, 100% raki, krókódílar og annað í þá veru. Vikulega eða svo komu tilkynningar frá skólanum um vopnað rán eða sambærilega glæpi í nágrenninu, það var alltaf verið að vara okkur við því að maður með byssu væri þarna, vopnað rán hér og svo framvegis.“ Björn segir bankahrunið hafa kveikt þá hugmynd að læra fjármálahagfræði, því á þeim tíma lá hann yfir fréttasíðum og las allt sem hann gat um hrunið. Að skilja hvernig lífið gæti umturnast í heilu samfélagi þegar bankarnir fóru á hausinn, leiddi hann því til Oxford. Þaðan lá leiðin í starf hjá Credit Suisse, síðan McKinsey og loks aftur heim á frónið.Vilhelm (th.efst), einkasafn Oxford Eins og MR, er námið við Oxford einn af hápunktum Björns að hans sögn. Enda ekki slæmt að vera með Oxford nám á ferilskránni. „Í Oxford er sagt að maður geti valið tvennt af þrennu; íþróttir, nám og félagslíf. Auðvitað reyndi ég samt að gera allt þrennt,“ segir Björn og hlær. Það fyrsta var að skrá sig í róðrafélag og ekkert annað í boði en að vakna eldsnemma á morgnana til að fara út að róa. „Sú stemning hætti að vera spennandi með haustrigningunni og ég var því fljótur að hætta í róðrafélaginu en einbeita mér að hinu tvennu: námi og félagslífi.“ Í náminu segir Björn að hann hafi lært mikið um það hvernig hagkerfi heimsins virka og þó hafi hann aftengst svolítið daglegum viðburðum á Íslandi, orðið uppteknari að því að lesa bresku pressuna. Oxford er 800 ára gamall háskóli og fjármálahrunið hafði ekki mikil áhrif á það samfélag. Né önnur í samanburði við Ísland, þar sem lífið einfaldlega umturnaðist þegar bankarnir fóru á hausinn.“ Björn sá fyrir sér að lifa og hrærast í breskum fjármálaheimi, því eftir nám flutti hann til London og hóf störf hjá Credit Suisse. „Ég var fljótur að komast að því að hjá Credit Suisse var ekki tími fyrir mikið annað en að vinna. Ég tók neðanjarðarlestina til vinnu klukkan hálfsjö á morgnana, var mættur til vinnu klukkan sjö og vann langa daga.“ Morgnarnir voru mikilvægir þar sem Björn starfaði með teymi í rannsóknum og greiningum, þar sem keppikeflið var að afhenda verðbréfamiðlurum upplýsingar fyrir opnun markaða. „Þegar að því kom að ákveða hvort ég vildi þiggja varanlegt starf hjá Credit Suisse ákvað ég hins vegar að gera það ekki, en réði mig þess í stað sem rekstrarráðgjafa hjá McKinsey & Company.“ Sem þýddi að Björn flutti til Kaupmannahafnar. „Ég kunni vel við mig í Danmörku en viðurkenni að ég átti nokkuð erfitt með dönskuna, sér í lagi Kaupmannahafnardönskuna. En hjá McKinsey vann ég með mörgum ólíkum fyrirtækjum og í mörgum krefjandi og fjölbreyttum verkefnum, með flottu fólki og þetta var skemmtilegur tími,“ segir Björn og bætir við: „Það var ekkert óalgengt að maður væri að vinna fram yfir miðnætti en þyrfti samt að mæta klukkan 9 morguninn eftir. Og þetta voru oft mjög gefandi verkefni, erfið en skemmtileg. En álagið var aðeins byrjað að segja til sín. Ég hef alltaf lagt áherslu á góðan svefn, þarf mína átta tíma og þótt mér hafi alltaf gengið mjög vel í námi lærði ég til dæmis aldrei fyrir próf seint á kvöldin.“ Eftir ár í Danmörku, þegar tækifæri opnaðist fyrir nýju og spennandi starfi á Íslandi, ákvað Björn því að slá til og flutti heim. Björn rifjar upp 70% skatt á sjónvörp, 60% á þvottavélar og 45% skattur á föt, en þessir skattar voru ekki niðurfelldir fyrr en eftir bankahrun og í kjölfar vinnu Samráðsvettvangsins um aukna hagsæld, sem allir þingflokkar á Alþingi áttu sæti í, auk hagaðila vinnumarkaðar. Fram að afnámi, horfðu aðilar eins og HM og Lindex ekki einu sinni til Íslands sem vænlegs markaðskosts. Björn var verkefnastjóri í Samráðsvettvanginum, sem starfsmaður McKinsey í Danmörku.Vísir/Vilhelm Ísland Björn hóf störf sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands árið 2014, en aðdragandinn að heimkomunni, tengist þó verkefni sem hann vann að nokkru áður og þá sem ráðgjafi hjá McKinsey. „McKinsey hafði unnið skýrslu um íslenskt efnahagslíf og í kjölfarið var stofnaður Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi, sem var þverpólitískur vettvangur þar sem allir þáverandi þingflokkar áttu sinn fulltrúa auk launahreyfingar, atvinnulífs, akademíu og fleiri,“ segir Björn og vísar þá til þess þegar unnið var að því eftir hrun, að vinna að stefnumótun til framtíðar með það fyrir augum að íslenskt samfélag gæti rétt úr kútnum á ný. Björn segir að eflaust hafi íslenskar rætur Klemens Hjartar, sem ekki aðeins er einn meðeiganda í McKinsey heldur telst eitt af stærri nöfnum fyrirtækisins á alþjóðavettvangi, átt þátt í því að þessi vinna fór af stað. Að sögn Björns, var margt innleitt næstu árin á Íslandi, sem var afrakstur þeirrar vinnu sem þarna fór fram. „Til dæmis afnám tolla og vörugjalda á raftækjum, heimilistækjum, fötum og skóm. Í áraraðir voru skattar rosalega háir á þessum vörum. 70% skattur á sjónvörp, 60% á þvottavélar og 45% skattur á föt. Svo lengi hafði þetta verið að þótt afnám þessara skatta kæmu reglulega fram í umræðunni, héldust þeir alltaf óbreyttir nánast af hefðinni „af því bara.“ Björn telur þessa breytingu vera ein þeirra sem leiddi til gífurlegrar kjarabótar. Fram að þessum tíma höfðu Íslendingar stundað það að fara til útlanda til að kaupa sér föt. Enda varla annað hægt, því ríkið innheimti svo mikinn skatt af fötum hér. Aðilar eins og H&M, Lindex og fleiri, horfðu ekki einu sinni á Ísland sem valkost á þessum tíma. Í dag er staðan gjörbreytt því verslanir bjóða upp á vel samkeppnishæf verð á fatnaði miðað við erlendis.“ Hlutverk Björns í þessari vinnu var verkefnastjórn sem fulltrúi McKinsey. „Ég flaug til Íslands á mánudagsmorgnum, var að vinna í þessu verkefni og flaug aftur til Danmerkur á fimmtudagskvöldum. Þetta fyrirkomulag er mjög algengt í ráðgjafastarfi hjá McKinsey, enda starfar það félag fyrir fyrirtæki og stjórnvöld um allan heim.“ Þegar Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bauð hann Birni hins vegar að taka við sem hagfræðingur ráðsins. „Við Frosti störfuðum báðir hjá McKinsey og kynntumst við vinnu Samráðsvettvangsins. Okkur varð strax vel til vina og mér fannst því engin spurning að slá til.“ Frumkvöðullinn Við tók skemmtilegur tími. Í orðsins fyllstu merkingu. „Ég keypti mér mína fyrstu íbúð í Þingholtunum og það fylgdi því mikill friður og hvíld að eignast mitt eigið heimili. Því í um fjögur ár hafði ég verið nokkuð rótlaus, maður kemur sér ekkert svo vel fyrir ef búsetan er í tímabundnum leiguíbúðum,“ segir Björn og bætir við: „Ég fór á fullt í vinnuna fyrir Viðskiptaráð en endurnýjaði líka kynnin við marga félaga sem ég hafði lítið séð af í nokkur ár, átti einhvern pening í fyrsta sinn fyrir alvöru og gat leyft mér að njóta lífsins, fara út að borða og kaupa drykki á veitingastöðum.“ Björn tiltekur að skemmtilegustu stundirnar að hans mati, er að sitja í góðra vina hópi og spjalla um þjóðmál og önnur merkileg mál. Ástarmálin voru svona upp og ofan og eins og gengur hjá ungu fólki. Stundum eitthvað í gangi, heima og erlendis. En ekkert varanlegt enn sem komið er. „Árið 2017 ákvað ég hins vegar að hætta hjá Viðskiptaráði og læra sjálfur að forrita.“ Forrita? „Já. Ég var með þá hugmynd að vilja skapa mér mínar eigin tekjur og standa á eigin fótum. Ég ákvað því að hætta hjá Viðskiptaráði en vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera annað en að vilja fara út í eigin rekstur og læra forritun til að geta skapað eitthvað sjálfur.“ Hvernig lærir maður forritun sjálfur? „Vinur minn sagði að það þurfi bara tvö skref til að læra að elda. Skref eitt er að gúggla uppskrift og skref tvö er að fara eftir henni. Það sama á við um forritun. Þú gúgglar bara Hvernig læri ég forritun og ferð síðan eftir því,“ segir Björn en bætir við: „Þetta er því ekki endilega flókið en ég viðurkenni að þetta er hins vegar erfitt. Fyrir mig þá hefði ég aldrei getað orðið nægjanlega góður í forritun til að búa til hugbúnaðarfyrirtæki nema með því að hætta í vinnunni og gera það að mínu aðalverkefni.“ Næstu þrjú árin, starfaði Björn sem sjálfstæður rekstrarráðgjafi í hlutastarfi og vann að ýmsum öðrum verkefnum samhliða. Til dæmis að skrifa sjálfshjálparbók um Crossfit undir dulnefni og selja á Amazon. Hvers vegna undir dulnefni? „Ég vildi söluvænlegra höfundarnafn. Bókin var hluti af því markmiði mínu að búa til tekjur sem væru ekki beintengdar þeim tíma sem ég lagði inn. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, en átti ágætis sparnað og ætlaði að lifa á honum þar til verkefnin mín færu að skapa tekjur. Bókin var fyrsta tilraunin í því og hún bjó til góðan grunn sem ég gat síðan byggt ofan á.“ Næstu verkefni sneru að forritun, þó þannig að oftar en ekki vantaði viðskiptamódelið. „Fyrsta verkefnið sem ég forritaði og sló í gegn er Herborg.is, en besta leiðin til að læra forritun er að búa eitthvað til og gefa það út. Á Herborgu er hægt að bera saman öll húsnæðislán á Íslandi og margir nota hana ennþá í dag,“ segir Björn og brosir. Annað verkefni sem Björn forritaði var Blaðberi.is, sem er fréttalesarasíða. „Það var annað dæmi um verkefni sem ég nýtti til að kenna sjálfum mér forritun. Ég smíðaði hann fyrst fyrir sjálfan mig til að fylgjast með fréttum á þægilegri hátt, en í dag hefur hann þúsundir lesenda.“ Tekjur fóru þó að skila sér þegar Björn stofnaði vefskólann Frama með Marinó Páli Valdimarssyni og Hrólfi Andra Tómassyni. Þar getur fólk sótt sér ýmis rafræn námskeið þar sem þjóðþekktir einstaklingar og aðrir, miðla af reynslu sinni og þekkingu. Til dæmis Bubbi Morthens, Magnús Scheving, Jón Gnarr, Yrsa, Haraldur Þorleifsson og fleiri. Á Frami.is má finna námskeið um eldamennsku, fjármál, forritun, prjónun, innanhúshönnun, tónlist, skrif og margt fleira. En verkefnið sem hefur gengið best allra er hugbúnaðarfyrirtækið Moodup. Björn segir það vissulega hafa verið ákveðna áskorun að sleppa takinu af startup fyrirtækinu sínu Moodup þegar hann hóf störf hjá Viðskiptaráði. Enda sé Moodup eins og barnið hans, þó vaxið úr grasi því í dag þjónustar félagið yfir 100 vinnustaði með nútímalegar starfsmannamælingar sem snýna niðurstöður á rauntíma. Björn stofnaði líka frami.is, herborg.is og bladberi.is og er höfundur bókar um Crossfit sem enn er að seljast á Amazon. Th.: Davíð Tómas Tómasson, Stefán Jökull Stefánsson og Björn. Moodup verður til Samhliða þessum forritunartilraunum tók Björn líka að sér verkefni við stefnumótun fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. Það hjálpaði til við að drýgja tekjurnar og fá fjölbreyttari reynslu í bland við eigin verkefni. „Eitt af þessum verkefnum var stefnumótun fyrir Haga skömmu eftir að Finnur Oddsson tók við sem forstjóri. Hann vildi gera betur í að mæla og bæta starfsánægju innan samsteypunnar, því ánægt starfsfólk skilar sér í betri rekstrarútkomum,“ segir Björn til útskýringar á aðdraganda stofnunar Moodup. „Ég fékk það hlutverk að finna gott mælitæki sem gæti hentað Högum en fann ekkert sem mér fannst vera nógu gott.“ Úr varð að Björn stingur upp á því við Finn, að hann sjálfur stofni félag, forriti kerfi og Hagar verði fyrsti viðskiptavinurinn. „Sem ég tel alltaf bestu leiðina fyrir stofnun fyrirtækja. Að þróa lausn með viðskiptavini en ekki í tómarúmi.“ Með Moodup svarar starfsfólk spurningum um starfsánægju, líðan og fleira, í símanum sínum. „Þetta sló strax í gegn hjá Högum. Í fyrsta sinn fékk starfsfólk stuttar kannanir með skemmtilegum, myndrænum og nútímalegum spurningum, og svarhlutfallið rauk upp,“ segir Björn og bætir við: „En þótt varan virkaði vel þá gekk sala til annarra fyrirtækja ekki jafn vel fyrst. Næstu mánuði á eftir þræddi ég hvern sölufundinn á fætur öðrum með litlum árangri.“ Einn eða tveir viðskiptavinir bættust í hópinn næstu mánuði en tekjurnar uxu hægt. „Samhliða var ég auðvitað að forrita og betrumbæta lausnina sjálfa. Síðan fór ég smátt og smátt að upplifa meðbyr og fleiri viðskiptavinir bættust við. Skemmst er frá því að segja að í dag þjónar Moodup rúmlega hundrað vinnustöðum sem nýta sér mælingarnar. „Lausnin hefur auðvitað þroskast mikið miðað við í upphafi en kerfið er að mælast vel fyrir og skila árangri. Moodup hafa stjórnendur aðgang að mælaborði þar sem þeir sjá niðurstöður í rauntíma, í stað þess að fá sent PDF-skjal í tölvupósti einu sinni á ári, eins og raunin var áður.“ Björn segist margt hafa lært af þessu frumkvöðlastarfi. „Til dæmis það hvað hlutirnir eru fljótir að breytast. Fyrstu sex til níu mánuðina sótti ég á annað hundrað sölufundi án þess að ná miklum árangri. En eftir því sem fleiri mannauðsstjórar heyrðu góða hluti um okkur þá fórum við úr mótvindi yfir í meðbyr.“ s Þrír starfsmenn starfa hjá Moodup í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Davíð Tómas Tómasson. Sjálfur er Björn stjórnarformaður. Sambýliskona og barnsmóðir Björns heitir Oliwia Antczak og er frá Póllandi. Björn og Oliwia kynntust á Tinder, en Oliwia flutti til Íslands fyrir fimm árum síðan og nýverið útskrifaðist hún úr HÍ með íslensku sem annað mál. Þann 20.maí sl., fæddist síðan frumburðurinn; Ólafur Björnsson. Hjá Viðskiptaráði og á 40/40 listanum Í maí tók Björn við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og í júní var hann einn þeirra sem valdir voru á 40/40 listann. Samkvæmt Andrési Jónssyni, framkvæmdastjóra Góðra samskipta og forsprakka 40/40 listans, er mun algengara í dag að stjórnendur leiti sér leiða til að vaxa og eflast í starfi. Í samtali við Björn Brynjúlf er augljóst að það á vel við. „Ég hef einmitt verið að lesa Andrew Grove, fyrrum forstjóra Intel, en hann var verkfræðingur og skrifaði um stjórnun með þessari verkfræðihugsun, sem felur í sér að stjórnun snúist í rauninni um að framleiða eitthvað. Hlutverk stjórnanda sé að skapa aðstæður fyrir teymið að framleiða framúrskarandi afurðir, stilla taktinn, tryggja að mistök uppgötvist snemma í ferlinu og að bæði afköst og gæði séu fullnægjandi,“ segir Björn og bætir við: Og eitt af því sem mér finnst svo áhugavert í hans skrifum um stjórnun, er að hann segir að stjórnendur eigi ekki að hugsa um árangur úr frá sér persónulega, heldur alltaf sem samanlagðan afrakstur heildarinnar.“ En hvernig kom það til að þú fórst að vinna aftur hjá Viðskiptaráði? „Núna um áramótin var Moodup komið í góðan farveg. Davíð Tómas, sem hefur með mér í fyrirtækinu frá því snemma, var kominn með töglin og hagldirnar í rekstrinum, og tæknistjóri sá um þróun og þjónustu. Ég var því að sumu leyti orðinn óþarfur og var byrjaður að líta í kringum mig.“ Í febrúar var starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs auglýst og í mars var tilkynnt um ráðningu Björns. „Ég fann strax að auglýsingin togaði. Ég var búinn að svala aðeins þörfinni fyrir að standa á eigin fótum með sjö árum í rekstri og langaði að taka aftur virkari þátt í samfélaginu,“ segir Björn. Honum finnst gaman að vera komin aftur á sinn gamla vinnustað. „Ég finn að í dag er ég allt annar maður en ég var fyrir tíu árum þegar ég byrjaði hjá Viðskiptaráði síðast. Fyrir mér núna er starf eins og tímabundið verkefni og lykilspurningin er hverju ég get áorkað á meðan ég sinni starfinu,“ sem Björn segir afar umfangsmikið og fjölbreytt. „Viðskiptaráð er margþætt batterí, en mikilvægustu hlutverkin eru málefnastarf og hagsmunagæsla. Við tölum þar fyrir viðskiptafrelsi og lágmörkun opinberra afskipta auk þess að benda á mikilvægi einkaframtaksins fyrir góð lífskjör. Við lifum eftir þessum boðskap í menntamálum og erum stofnaðili Háskólans í Reykjavík auk þess að reka Verslunarskóla Íslands um árabil. Hér starfa líka 15 millilandaráð, en á skrifstofunni vinna átta manns og það sem stendur upp úr eftir fyrstu vikurnar í starfi er að kynnast þeim,“ segir Björn og bætir við: „Að byrja í nýju starfi er svolítið eins og að drekka af brunahana. Þú skrúfar frá, færð vatnsgusu í andlitið og reynir að ná öllum dropunum upp í þig. Nú er það mitt að finna taktinn í þessu nýja vinnuumhverfi, fara í gegnum vinnubrögðin, efnisvinnu og framsetningu, yfirfara þær afurðir sem hér eru skapaðar og svo framvegis.“ Hluti starfsins séu einnig starfsmannamál og þar finnst Birni hann hafa lært mikið af þeim viðskiptavinum sem nýta sér Moodup kerfið. „Það er einkennandi fyrir vinnustaði í Moodup að þeir skara fram úr í mannauðsmálum og vilja gera ennþá betur. Ég hef því séð margt vel gert í gegnum þær mælingar og lært heilmikið um starfsmannamál óbeint og ómeðvitað í leiðinni. Þótt hugurinn sé fyrst og fremst bundinn nýju starfi, eru viðbrigðin nokkur. „Ég skal viðurkenna að ég kveið svolítið fyrir því að sleppa takinu af Moodup. Það er eins og barnið mitt og ég er einn þeirra sem skipta sér af smæstu smáatriðum. Ef það er verið að tala um gráan lit, þá hef ég skoðun á því hvers konar grár það á að vera og ef það er verið að tala um breiddir eða boga á hornum og kössum, þá hef ég skoðanir á því öllu, og svo framvegis.“ Að sleppa takinu hefur þó gengið vel. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikil frelsis tilfinning það var að sleppa takinu af rekstrinum og stíga upp í sæti stjórnarformanns. Nú sit ég eingöngu stjórnarfundi mánaðarlega til að ræða stefnuna og helstu atriði hvað hana varðar, en treysti framkvæmdastjóranum og teyminu þess á milli. Að þessu leyti til finnst mér eins og barnið sé vaxið úr grasi.“ Björn er einn þeirra sem er á nýjum 40/40 lista, en sá hópur stjórnenda sem þar er, á það sameiginlegt að teljast til stjórnenda af nýja skólanum. Mýkt einkennir þennan hóp og viljinn til að efla sig sem stjórnendur. Hvoru tveggja atriði sem skinið hafa í gegn í samtali við Björn.Vilhelm, einkasafn En Björn er líka að takast á við annað og veigamikið hlutverk í lífinu. Því þann 20. maí síðastliðinn fæddist frumburðurinn: Ólafur Björnsson. Barnsmóðir Björns heitir Oliwia Antczak, sem er frá Póllandi og flutti til Íslands fyrir tæpum fimm árum. „Við kynntumst á stefnumótaforriti, sem okkur fannst svolítið vandræðalegt að segja frá fyrst. Sem það er auðvitað ekki því mér skilst að 2/3 sambanda í dag byrji þannig,“ segir Björn og brosir. „Síðan tóku við ísbíltúrar, sundferðir og fleira en í fyrra vorum við úti að borða þegar við ljáðum máls á barneignum á sama tíma. Þá kom í ljós var að við höfðum bæði verið að hugsa um nákvæmlega það sama í þeim efnum, án þess að vita af því hjá hinu.“ Oliwia er mikil málvísindarkona, er með meistaragráðu í spænsku og nýverið útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-próf í íslensku sem annað mál. „Við erum bæði skipulögð en ég myndi segja að hún búi yfir meira jafnaðargeði, skapsveiflurnar eru meiri mín megin. Sambandið hefur vaxið jafnt og þétt, við sjáum heiminn með svipuðum hætti og okkur líður vel saman.“ segir Björn einlægur. Og um nýja pabbahlutverkið segir Björn. Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir. Og sumar nætur hafa vissulega verið erfiðar og við grá í framan. En heilt yfir er þetta búið að vera svakalega skemmtilegt. Hann er mikið krútt og gaman að upplifa öll fyrstu skiptin með honum. Fyrir tveimur vikum gaf hann okkur til dæmis fyrsta brosið.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30