Hluta þjóðarinnar hent út í kuldann – hinn baðar sig í sólinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júlí 2024 08:31 Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar