Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 07:54 Neil Gaiman neitar sök. Daniel Zuchnik/Getty Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira