„Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. júlí 2024 23:08 Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hafði betur í vítaspyrnukeppni og Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir leik. „Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira
„Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira