Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Jón Ingi treystir íbúum til að taka rétta ákvörðun í málinu sem varðar framkvæmdir Carfix. Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. vísir Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira