Árið er 2024 Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. júlí 2024 15:30 Í síðustu viku birtist grein með yfirskriftinni „Árið er 1990“ frá Rebekku Hilmarsdóttur á Patreksfirði. Þar er fullyrt að upplifun á ástandi vega á Vestfjörðum og Vesturlandi séu enn í dag í því ástandi og var á árinu 1990, eða fyrir aldarfjórðung. Rebekka talar um að í boði séu margar gerðir að vegum, það er rétt. Ef við fylgjum þjóðvegi nr.1 frá Hvalfjarðargöngum, beygjum inn á á þjóðveg 60 og tökum hringveginn á Vestfjörðum þá eru það allt frá malbikuðum vegum, vegir lagðir klæðningu, vegir sem voru klæddir en hafa verið afklæddir og upprunalegir malarvegir sem ætti frekar að friða en keyra og allt kerfið kemur fyrir í margvíslegu ástandi. En það verður varla sagt að sama staða sé á vegakerfinu á Vestfjörðum eins og það var árið 1990 þegar allur hringvegurinn á Vestfjörðum var malarvegur. Síðan eru liðin mörg ár og margar smáar og stórar framkvæmdir verið í gangi, eins og þrenn jarðgöng og þau síðustu opnuð árið 2020. Það voru stórtíðindi árið 2009 þegar hægt var að keyra á bundnu slitlagi frá Reykjavík um Djúp til Bolungarvíkur, já ! það var ekki fyrr en þá. Þeir sem ferðast frá Reykjavík í Vesturbyggð eiga enn eftir að upplífa það sama. Undanfarin ár hafa miklar framkvæmdir verið í gangi. Uppbygging vega í Vatnsfirði og Kjálkafirði á öðrum áratugnum og endurbygging og breikkun vega í Hestfirði, Seyðisfirði og í botni Álftafjarðar lauk árið 2021, svo bara sé talað um stórar framkvæmdir. Í samþykktri samgönguáætlun árið 2020 var lögð sérstök áhersla á vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og þá sérstaklega framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng voru opnuð á því ári og horft var á að halda áfram vegabótum á sunnanverðum fjórðungnum. Vegbætur á Dynjandisheiðinni áttu að standa fram á árið 2025. Þá væri þessum hring lokið. Það má nefna fleiri verkefni á fyrrnefndri leið eins og framkvæmdir við breikkun vegar á Vesturlandsvegi. Framkvæmdir við vegabætur í Gufudalssveit eru í gangi þar sem unnið er að fyllingum að brúm í tveimur fjörðum. Það er rétt að mörgum dempurum og dekkjaskiptum síðar er óvissa um að markmiðinu verði náð á tiltækum tíma, en markmið gildandi samgönguáætlunar eru enn í fullu gildi. Samkeppnisfærir vegir Þrátt fyrir nokkur áföll og töfum við Teigskóg, þá hefur þetta gengið nokkuð vel en er ekki lokið. Eftir er að setja tvær brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í útboð og síðasti kafli Dynjandisheiðarinnar er ekki kominn í útboð. Heiðinni var skipt upp í þrjá áfanga og er tveimur að ljúka. Í þessum rituðu orðum er verið að leggja bundið slitlag á annan kaflann og gengið hefur verið til samninga við Suðurverk um að halda áfram með 900 m. og þá er 6 km kafli eftir. Þeir 6. km eru síðan 1959 og ættu fyrir löngu að heyra sögunni til sem og Ódrjúgsháls, þessir kaflar eru frá dögum svart hvítu kvikmyndanna og ef ekki þeirra þöglu. En þegar fyrrgreindum markmiðum verður náð gætum við farið að tala um samkeppnisfæra vegi við aðra landshluta, eða hvað? Eru vegir á Snæfellsnesi, Vesturlandi og Norðurlandi eitthvað sem við viljum bera okkur saman við? Vestfirðingar eiga stoltir að krefjast nútíma vega, við eigum það inni og fleiri vegakafla má nefna eins og á milli þéttbýlisstaða í Vesturbyggð. Á vormánuðum gáfu sig klæðningar í Dölunum og á Snæfellsnesi vegna álags, þetta eru vegir sem ekki eru gerðir fyrir þá miklu umferð og þungaflutninga sem fara um þá. Þeir vegakaflar hér á Vestfjörðum sem byggðir hafa verið upp á síðasta áratug standast kröfur um vaxandi umferð og þunga og þannig viljum við hafa það um allt land. Á langri leið Gildandi samgönguáætlun var samþykkt á vordögum 2020, síðan þá hefur margt gengið á, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldsumbrot á Reykjanesi, allt þetta hefur sett strik í reikninginn í bókstaflegri merkingu Samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi á haustdögum 2023. Ekki náðist að samþykkja hana í lok þingsins í vor, þar voru áætlaðir 10.1 ma. kr í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum á næstu fjórum árum. Já það eru vonbrigði að ekki náðist að klára hana ! vægast sagt. Nokkrar ástæður lágu þar að baki má þar nefna að stórar framkvæmdir hafa farið mikið framúr vegna hækkunar á verðlagi. Vinna verkefnastofu um gjaldtöku samvinnuverkefna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi og hefur það áhrif á framkvæmdir á öðrum svæðum en hér um ræðir. Forsendur samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu eru nú til endurskoðunar og var ekki lokið en er á lokametrunum. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið umfram fjárheimildir á síðastliðnum tveimur árum m.a. vegna verðlagshækkana. Hvenær er verkinu lokið? Á Íslandi er vegakerfið margþætt og langt. Það verður seint sem við getum sagt að samgöngubótum sé lokið. Það er viðvarandi verkefni og strangt, samfélög breytast og þarfirnar með. Þess vegna eigum við að vera á vaktinni, bæði sem stjórnmálamenn og líka íbúar svæða sem berjast fyrir bættum samgöngum. Það þarf líka að vera opinn fyrir nýjum leiðum og tækni til að flýta umbótum á vegakerfinu. Nefna má í þessu sambandi að setja á notendagjöld í umferðinni um allt land eins og víðast er gert um allan heim. Það er líka nauðsynlegt að hægt verði að hraða breytingum á notendagjöldum í umferðinni í takt við orkuskiptin og flýtun verkefna. Svo má ylja sér við að ný tækni sem nefnist kyndilborun við jarðgöng verði innan einhvers tíma að veruleika. Við eigum ekki að gefast upp við verðum að fá þessar framkvæmdir sem skrifað var upp á í samgönguáætlun 2020. Um það getum við öll verðið sammála. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. ·Vegvísir.is – hægt er að fylgjast með stöðu allra samgönguframkvæmda á Vestfjörðum á upplýsingvefnum Vegvísihttps://www.vegvisir.is/kortasja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Samgöngur Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist grein með yfirskriftinni „Árið er 1990“ frá Rebekku Hilmarsdóttur á Patreksfirði. Þar er fullyrt að upplifun á ástandi vega á Vestfjörðum og Vesturlandi séu enn í dag í því ástandi og var á árinu 1990, eða fyrir aldarfjórðung. Rebekka talar um að í boði séu margar gerðir að vegum, það er rétt. Ef við fylgjum þjóðvegi nr.1 frá Hvalfjarðargöngum, beygjum inn á á þjóðveg 60 og tökum hringveginn á Vestfjörðum þá eru það allt frá malbikuðum vegum, vegir lagðir klæðningu, vegir sem voru klæddir en hafa verið afklæddir og upprunalegir malarvegir sem ætti frekar að friða en keyra og allt kerfið kemur fyrir í margvíslegu ástandi. En það verður varla sagt að sama staða sé á vegakerfinu á Vestfjörðum eins og það var árið 1990 þegar allur hringvegurinn á Vestfjörðum var malarvegur. Síðan eru liðin mörg ár og margar smáar og stórar framkvæmdir verið í gangi, eins og þrenn jarðgöng og þau síðustu opnuð árið 2020. Það voru stórtíðindi árið 2009 þegar hægt var að keyra á bundnu slitlagi frá Reykjavík um Djúp til Bolungarvíkur, já ! það var ekki fyrr en þá. Þeir sem ferðast frá Reykjavík í Vesturbyggð eiga enn eftir að upplífa það sama. Undanfarin ár hafa miklar framkvæmdir verið í gangi. Uppbygging vega í Vatnsfirði og Kjálkafirði á öðrum áratugnum og endurbygging og breikkun vega í Hestfirði, Seyðisfirði og í botni Álftafjarðar lauk árið 2021, svo bara sé talað um stórar framkvæmdir. Í samþykktri samgönguáætlun árið 2020 var lögð sérstök áhersla á vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og þá sérstaklega framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng voru opnuð á því ári og horft var á að halda áfram vegabótum á sunnanverðum fjórðungnum. Vegbætur á Dynjandisheiðinni áttu að standa fram á árið 2025. Þá væri þessum hring lokið. Það má nefna fleiri verkefni á fyrrnefndri leið eins og framkvæmdir við breikkun vegar á Vesturlandsvegi. Framkvæmdir við vegabætur í Gufudalssveit eru í gangi þar sem unnið er að fyllingum að brúm í tveimur fjörðum. Það er rétt að mörgum dempurum og dekkjaskiptum síðar er óvissa um að markmiðinu verði náð á tiltækum tíma, en markmið gildandi samgönguáætlunar eru enn í fullu gildi. Samkeppnisfærir vegir Þrátt fyrir nokkur áföll og töfum við Teigskóg, þá hefur þetta gengið nokkuð vel en er ekki lokið. Eftir er að setja tvær brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í útboð og síðasti kafli Dynjandisheiðarinnar er ekki kominn í útboð. Heiðinni var skipt upp í þrjá áfanga og er tveimur að ljúka. Í þessum rituðu orðum er verið að leggja bundið slitlag á annan kaflann og gengið hefur verið til samninga við Suðurverk um að halda áfram með 900 m. og þá er 6 km kafli eftir. Þeir 6. km eru síðan 1959 og ættu fyrir löngu að heyra sögunni til sem og Ódrjúgsháls, þessir kaflar eru frá dögum svart hvítu kvikmyndanna og ef ekki þeirra þöglu. En þegar fyrrgreindum markmiðum verður náð gætum við farið að tala um samkeppnisfæra vegi við aðra landshluta, eða hvað? Eru vegir á Snæfellsnesi, Vesturlandi og Norðurlandi eitthvað sem við viljum bera okkur saman við? Vestfirðingar eiga stoltir að krefjast nútíma vega, við eigum það inni og fleiri vegakafla má nefna eins og á milli þéttbýlisstaða í Vesturbyggð. Á vormánuðum gáfu sig klæðningar í Dölunum og á Snæfellsnesi vegna álags, þetta eru vegir sem ekki eru gerðir fyrir þá miklu umferð og þungaflutninga sem fara um þá. Þeir vegakaflar hér á Vestfjörðum sem byggðir hafa verið upp á síðasta áratug standast kröfur um vaxandi umferð og þunga og þannig viljum við hafa það um allt land. Á langri leið Gildandi samgönguáætlun var samþykkt á vordögum 2020, síðan þá hefur margt gengið á, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldsumbrot á Reykjanesi, allt þetta hefur sett strik í reikninginn í bókstaflegri merkingu Samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi á haustdögum 2023. Ekki náðist að samþykkja hana í lok þingsins í vor, þar voru áætlaðir 10.1 ma. kr í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum á næstu fjórum árum. Já það eru vonbrigði að ekki náðist að klára hana ! vægast sagt. Nokkrar ástæður lágu þar að baki má þar nefna að stórar framkvæmdir hafa farið mikið framúr vegna hækkunar á verðlagi. Vinna verkefnastofu um gjaldtöku samvinnuverkefna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi og hefur það áhrif á framkvæmdir á öðrum svæðum en hér um ræðir. Forsendur samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu eru nú til endurskoðunar og var ekki lokið en er á lokametrunum. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið umfram fjárheimildir á síðastliðnum tveimur árum m.a. vegna verðlagshækkana. Hvenær er verkinu lokið? Á Íslandi er vegakerfið margþætt og langt. Það verður seint sem við getum sagt að samgöngubótum sé lokið. Það er viðvarandi verkefni og strangt, samfélög breytast og þarfirnar með. Þess vegna eigum við að vera á vaktinni, bæði sem stjórnmálamenn og líka íbúar svæða sem berjast fyrir bættum samgöngum. Það þarf líka að vera opinn fyrir nýjum leiðum og tækni til að flýta umbótum á vegakerfinu. Nefna má í þessu sambandi að setja á notendagjöld í umferðinni um allt land eins og víðast er gert um allan heim. Það er líka nauðsynlegt að hægt verði að hraða breytingum á notendagjöldum í umferðinni í takt við orkuskiptin og flýtun verkefna. Svo má ylja sér við að ný tækni sem nefnist kyndilborun við jarðgöng verði innan einhvers tíma að veruleika. Við eigum ekki að gefast upp við verðum að fá þessar framkvæmdir sem skrifað var upp á í samgönguáætlun 2020. Um það getum við öll verðið sammála. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. ·Vegvísir.is – hægt er að fylgjast með stöðu allra samgönguframkvæmda á Vestfjörðum á upplýsingvefnum Vegvísihttps://www.vegvisir.is/kortasja
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun