Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 11:13 Mennirnir tveir komu sem gestir á gistiheimilið um daginn en snéru síðan aftur um nóttina og fóru ránshendi um veitingahúsið. Aðsend Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi.
Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira