Útilokar ekki rétt til reykinga á hjúkrunarheimilum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis. Arnar/Getty Réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis útilokar ekki að íbúa hjúkrunarheimilis sé veitt undanþága til að reykja inni á eigin herbergi ef aðstæður leyfa. Umboðsmaður Alþingis telur þó ekki forsendur til að gera athugasemdir við ákvörðun sveitarfélags sem meinaði íbúa að reykja inn á herbergi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi. Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi.
Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira