Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 12:54 Hluti hópsins sem sinnir vaktinni fyrstu vikuna. Christina Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira