Býst ekki við nýju eldgosi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 11:55 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira