Þórkatla tekið við 400 eignum Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:03 Talsverður fjöldi þessara húsa er nú í eigu Þórkötlu. Vísir/Vilhelm Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu. Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40
Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent