Unnur Anna nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 10:26 Unnur Anna Valdimarsdóttir er nýr forseti Heilbriðgisvísindasviðs Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún tekur við starfinu af Unni Þorsteinsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023. Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023.
Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent