Á sér engar málsbætur vegna hrottafenginna brota gegn eiginkonu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. júní 2024 23:05 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisrefsingu Heiðars Arnar Vilhjálmssonar vegna grófra brota gegn eiginkonu hans. Þó að Landsréttur hafi staðfest refsinguna sem Héraðsdómur Reykjaness lagði upp með sýknar Landsréttur hann fyrir brot sem Héraðsdómur hafði sakfellt hann fyrir. Ákæran á hendur honum var í þrettán liðum en í héraði var hann sakfelldur í þeim öllum. Landsréttur sakfelldi hann í sex þeirra. Það var hins vegar niðurstaða Landsréttar að refsingin skildi haldast óbreytt þar sem Heiðar væri sakfelldur fyrir alvarlegustu brotin sem málið varðar. Heiðari er gert að greiða konunni sex milljónir króna, en í héraði var niðurstaðan sjö milljónir króna. Heiðar var sakfelldur fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás, stórfellt brot í nánu sambandi, en Landsréttur segir að hann hafi endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar. Brotin sem Heiðar var ákærður fyrir áttu sér stað á fjögurra ára tímabili. Honum var gefið að sök að brjóta á konunni á brúðkaupsnótt þeirra, og einu sinni yfir landsleik í handbolta. Á sér engar málsbætur Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og konunnar. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Í dómi Landsréttar segir að brotin sem Heiðar er sakfelldur fyrir séu mörg og gróf. „Ekki fer á milli mála að brotaþoli bjó á sambúðartímanum við alvarlegt ógnar- og óttaástand, þjáningu og kúgun, þar sem ákærði misnotaði freklega yfirburðastöðu sína gagnvart henni og beitti hana ítrekað ofbeldi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heilsu, líðan og velferð hennar,“ segir í dómi Landsréttar. Þá er fullyrt að Heiðar eigi sér engar málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Ákæran á hendur honum var í þrettán liðum en í héraði var hann sakfelldur í þeim öllum. Landsréttur sakfelldi hann í sex þeirra. Það var hins vegar niðurstaða Landsréttar að refsingin skildi haldast óbreytt þar sem Heiðar væri sakfelldur fyrir alvarlegustu brotin sem málið varðar. Heiðari er gert að greiða konunni sex milljónir króna, en í héraði var niðurstaðan sjö milljónir króna. Heiðar var sakfelldur fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás, stórfellt brot í nánu sambandi, en Landsréttur segir að hann hafi endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar. Brotin sem Heiðar var ákærður fyrir áttu sér stað á fjögurra ára tímabili. Honum var gefið að sök að brjóta á konunni á brúðkaupsnótt þeirra, og einu sinni yfir landsleik í handbolta. Á sér engar málsbætur Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og konunnar. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Í dómi Landsréttar segir að brotin sem Heiðar er sakfelldur fyrir séu mörg og gróf. „Ekki fer á milli mála að brotaþoli bjó á sambúðartímanum við alvarlegt ógnar- og óttaástand, þjáningu og kúgun, þar sem ákærði misnotaði freklega yfirburðastöðu sína gagnvart henni og beitti hana ítrekað ofbeldi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heilsu, líðan og velferð hennar,“ segir í dómi Landsréttar. Þá er fullyrt að Heiðar eigi sér engar málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira