Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 20:31 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk að finna fyrir því í leik FH og Tindastóls á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn