Kæri Jón Kaldal Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. júní 2024 16:00 Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar