Uppgjör og viðtöl: Vestri - Fram 1-3 | Þægilegt fyrir Fram á Ísafirði Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 27. júní 2024 17:15 Fram gerði góða ferð á Ísafjörð. vísir/anton Vestri og Fram áttust við á Kerecisvellinum í kvöld við frábærar aðstæður. Enduðu leikar 1-3 fyrir Fram sem voru miklu betri allan leikinn, að undanskildum fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Már Ægisson sem skoraði eftir að Fred hafði fengið stungu frá Tiago og sent á hann Má. Kom þetta upp frá því að Elvar gaf boltann frá sér á hræðilegum stað eftir að hornspyrna hefði verið skölluð í burtu. Það gerðist ekki mikið, skot hérna og þar, aðallega frá Fram, þar til á 38. mínútu þegar Már Ægisson skorar. Eftir markspyrnu Ólafs fleygir Elvar boltanum áfram á Má sem leggur hann framhjá Vestra. Það gerðist ekki mikið annað fram að hálfleika nema þegar Haraldur Einar átti gott skot þegar hann reyndi að vippa yfir Eskelinen í marki Vestra sem fær hann í kassann. Í hálfleik fóru þeir Eiður Aron og Elvar út af í liði Vestra og inn á komu Guðmundur Arnar og Gunnar Jónas. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Framarar eftir klafs í teignum og Brynjar Gauti nær að koma honum yfir línuna. Vestri voru stálheppnir á 50. Mín þegar Eskelinen ver frá Fred sem var kominn aleinn í gegn. Eskelinen gerir vel og Á 53. mín kom Andri Rúnar Bjarnason inn á fyrir Toby King og var ætlað að skora mörk, sem svo á endanum kom of seint. Ekki var mikið að gerast hjá Vestramönnum eftir þessa breytingu og gerði Davíð Smári enn fleiri breytingar á 64. Mín þegar Silas og Morten fóru út af fyrir Fall og Selven. Höfðu þessar skiptingar ekki mikið að segja og má segja að leikurinn hafi bara fjarað út eftir það. Framarar áttu nokkrar sóknir þar sem þetta leit út fyrir að vera alltof auðvelt fyrir þá og Vestramenn alveg týndir. Skrifaði hann áður en Andri Rúnar birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti og setti eitt í lokin. Alltof lítið, alltof seint þrátt fyrir það og Fram fara með 1-3 sigur heim. Atvik leiksins Fyrsta mark Fram. Við það riðlast allt leikkerfi Vestra einhvern veginn og þeir náðu aldrei takti eftir það. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í dag var Fred. Þrátt fyrir að flestir í Fram hafi spilað vel að þá var hann fremstur meðal jafningja. Skúrkur dagsins verður eiginlega að fara á tíu útileikmenn Vestra. Markmaðurinn var sá eini sem getur labbað sáttur með sitt dagsverk. Dómarinn - 8 Þórður og hans teymi voru flottir í dag, reyndi ekki mikið á þá og þegar heyrðist í flautunni að þá stýrðu þeir þessu vel. Stemning og umgjörð: Það var góð stemning á síðasta leik og enn betri í kvöld. Tölur segja að 550 manns hafi mætt á völlinn og er það vel! Í stöðunni 0-3 voru ennþá trommusláttar að heyrast frá stuðningsmönnum Vestra og verður að hrósa þeim. Davíð Smári: „Hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark“ Rúnar Kristinsson : „Frábært fyrir knattspyrnuna að fá þennan völl“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sáttur eftir góða leik sinna manna í dag og daginn í heild sinni, en mættu Framarar klukkan níu í morgun en Rúnar sagði stjórnina hafa gert vel við sig og sína men með herbergjum til að slaka á og undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég er bara þakklátur að fá að koma á Ísafjörð og spila í Bestu deildinni á þessum geggjaða velli,“ en Vestramenn voru að víga nýja gervigrasið sitt í síðasta leik. „Þetta var bara lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ aðspurður um gengið upp á síðkastið en Fram hefur ekki unnið lið frá 5. Maí og tapaði gríðarlega svekkjandi fyrir KA í síðustu umferð. „Menn sýndu að við erum á lífi,“ sagði Rúnar sem var á því að sínir menn hefðu getað unnið miklu stærra í kvöld en markmaður Vestra svaraði klárlega fyrir gagnrýni á sig og varð of gríðarlega vel í dauðafærum Framara. „Við hefðum átt að skora allavega 6 mörk, ég ætla bara að segja það eins og það er.“ Leikurinn var jafn fyrstu tuttugu mínúturnar og sagði Rúnar að eftir það hefðu hans menn bara verið búnir að ná tökum á Vestra, „þegar við komum boltanum niður á jörðina, spila boltanum að þá komum við honum í holurnar sem við vorum að leita að.“ Rúnar sagðist hafa skammað drengina fyrir þetta mark sem þeir fengu á sig í lokin, enda „mun markatalan skipta máli, hún gerir það alltaf,“ sagði Rúnar. „Þetta er nokkuð jafnt núna er í fyrra voru þeir langbestir og með frábært lið. Ofboðslega breidd og maður veit aldrei hverju maður er að fara mæta,“ sagði Rúnar þegar talið færðist að næsta leik Fram sem er gegn Víking. Rauk þá Rúnar af stað til að ná flugvélinni og óskum við honum og hans mönnum til hamingju með sigurinn.
Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Már Ægisson sem skoraði eftir að Fred hafði fengið stungu frá Tiago og sent á hann Má. Kom þetta upp frá því að Elvar gaf boltann frá sér á hræðilegum stað eftir að hornspyrna hefði verið skölluð í burtu. Það gerðist ekki mikið, skot hérna og þar, aðallega frá Fram, þar til á 38. mínútu þegar Már Ægisson skorar. Eftir markspyrnu Ólafs fleygir Elvar boltanum áfram á Má sem leggur hann framhjá Vestra. Það gerðist ekki mikið annað fram að hálfleika nema þegar Haraldur Einar átti gott skot þegar hann reyndi að vippa yfir Eskelinen í marki Vestra sem fær hann í kassann. Í hálfleik fóru þeir Eiður Aron og Elvar út af í liði Vestra og inn á komu Guðmundur Arnar og Gunnar Jónas. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Framarar eftir klafs í teignum og Brynjar Gauti nær að koma honum yfir línuna. Vestri voru stálheppnir á 50. Mín þegar Eskelinen ver frá Fred sem var kominn aleinn í gegn. Eskelinen gerir vel og Á 53. mín kom Andri Rúnar Bjarnason inn á fyrir Toby King og var ætlað að skora mörk, sem svo á endanum kom of seint. Ekki var mikið að gerast hjá Vestramönnum eftir þessa breytingu og gerði Davíð Smári enn fleiri breytingar á 64. Mín þegar Silas og Morten fóru út af fyrir Fall og Selven. Höfðu þessar skiptingar ekki mikið að segja og má segja að leikurinn hafi bara fjarað út eftir það. Framarar áttu nokkrar sóknir þar sem þetta leit út fyrir að vera alltof auðvelt fyrir þá og Vestramenn alveg týndir. Skrifaði hann áður en Andri Rúnar birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti og setti eitt í lokin. Alltof lítið, alltof seint þrátt fyrir það og Fram fara með 1-3 sigur heim. Atvik leiksins Fyrsta mark Fram. Við það riðlast allt leikkerfi Vestra einhvern veginn og þeir náðu aldrei takti eftir það. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í dag var Fred. Þrátt fyrir að flestir í Fram hafi spilað vel að þá var hann fremstur meðal jafningja. Skúrkur dagsins verður eiginlega að fara á tíu útileikmenn Vestra. Markmaðurinn var sá eini sem getur labbað sáttur með sitt dagsverk. Dómarinn - 8 Þórður og hans teymi voru flottir í dag, reyndi ekki mikið á þá og þegar heyrðist í flautunni að þá stýrðu þeir þessu vel. Stemning og umgjörð: Það var góð stemning á síðasta leik og enn betri í kvöld. Tölur segja að 550 manns hafi mætt á völlinn og er það vel! Í stöðunni 0-3 voru ennþá trommusláttar að heyrast frá stuðningsmönnum Vestra og verður að hrósa þeim. Davíð Smári: „Hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark“ Rúnar Kristinsson : „Frábært fyrir knattspyrnuna að fá þennan völl“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sáttur eftir góða leik sinna manna í dag og daginn í heild sinni, en mættu Framarar klukkan níu í morgun en Rúnar sagði stjórnina hafa gert vel við sig og sína men með herbergjum til að slaka á og undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég er bara þakklátur að fá að koma á Ísafjörð og spila í Bestu deildinni á þessum geggjaða velli,“ en Vestramenn voru að víga nýja gervigrasið sitt í síðasta leik. „Þetta var bara lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ aðspurður um gengið upp á síðkastið en Fram hefur ekki unnið lið frá 5. Maí og tapaði gríðarlega svekkjandi fyrir KA í síðustu umferð. „Menn sýndu að við erum á lífi,“ sagði Rúnar sem var á því að sínir menn hefðu getað unnið miklu stærra í kvöld en markmaður Vestra svaraði klárlega fyrir gagnrýni á sig og varð of gríðarlega vel í dauðafærum Framara. „Við hefðum átt að skora allavega 6 mörk, ég ætla bara að segja það eins og það er.“ Leikurinn var jafn fyrstu tuttugu mínúturnar og sagði Rúnar að eftir það hefðu hans menn bara verið búnir að ná tökum á Vestra, „þegar við komum boltanum niður á jörðina, spila boltanum að þá komum við honum í holurnar sem við vorum að leita að.“ Rúnar sagðist hafa skammað drengina fyrir þetta mark sem þeir fengu á sig í lokin, enda „mun markatalan skipta máli, hún gerir það alltaf,“ sagði Rúnar. „Þetta er nokkuð jafnt núna er í fyrra voru þeir langbestir og með frábært lið. Ofboðslega breidd og maður veit aldrei hverju maður er að fara mæta,“ sagði Rúnar þegar talið færðist að næsta leik Fram sem er gegn Víking. Rauk þá Rúnar af stað til að ná flugvélinni og óskum við honum og hans mönnum til hamingju með sigurinn.
Besta deild karla Vestri Fram Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira