„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 13:19 Hannes Jón Jónsson tekur Guðmundur B. Ólafsson til beina í færslu á Instagram í dag. Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan. HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan.
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira