Áfengisumræða? Benedikt S. Benediktsson skrifar 25. júní 2024 09:01 Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi. Áfengi og menning Það ætti að teljast nokkuð óumdeilt að óhófleg áfengisneysla er hættuleg þeim sem hana stunda auk þess sem hún hefur jafnan neikvæð á áhrif á aðstandendur, vinnuveitendur og fleiri. Sjálf tilvist áfengis skapar þannig samfélagslega áhættu. Það ætti að einnig að teljast nokkuð óumdeilt að tilvist áfengis og neysla þess er ekki aðeins samfélagslega viðurkennd, a.m.k. í vestrænum ríkjum, heldur er hún hluti af menningu, m.a. matarmenningu. Segja má að samfélagið hafi ákveðið að áfengisneysla sé í menningarlegu tilliti þess virði að ástæða sé til að sætta sig við þá áhættu sem henni fylgir. Fáir hafa talað fyrir því að banna áfengi. Hins vegar hafa margir skoðun á því hvernig eigi að hafa áhrif á neyslu þess. Færa má rök fyrir því að nokkur sátt ríki um að það sé eitt af verkefnum löggjafans að hafa áhrif á áfengisneysluna með lagasetningu. Fólk er hins vegar alls ekki sammála um hvernig það er gert. Óþroskuð umræða Umræðan verður að þroskast. Allra mikilvægast er þó að löggjafinn meðtaki skilaboðin sem fram eru sett, skilji kjarnann frá hisminu, framkvæmi hagsmunamat og komist að niðurstöðu. Á lóðarskálunum eru annars vegar áhættan sem fylgir áfengi og hins vegar nútíminn, veruleikinn og vilji fólks. Þó sett hafi verið stefna er það óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnumótunar að markmið, aðgerðir og mælikvarða þarf að endurskoða með reglubundnum hætti. Er markmiðið enn raunhæft? Er aðgerð enn til þess bær að markmiðinu verði náð? Gerir mælikvarðinn okkur enn fært leggja mat á hvar við stöndum gagnvart markmiðinu? Af hálfu SVÞ eru skilaboðin skýr; einkarekin verslun á að annast áfengissölu innan ramma skýrs regluverks. Skilaboð andstæðinga verslunar með áfengi hafa ekki verið eins skýr; minna aðgengi að áfengi en ekkert má breytast nema þá mögulega að ríkið verði opnað á sunnudögum. Vandinn sem ætla má að þingmenn standi frammi fyrir felst að ákveðnu leyti í því að það hafa orðið og eru að eiga sér stað breytingar m.a. á verslunarháttum og menningu, bæði hér heima og erlendis. Í því samhengi væri eðlilegt að umræða um verslun með áfengi snerist um það hvernig sé skynsamlegt að hafa áhrif neyslu þess. Í því tilliti virðist hins vegar helst upp á það boðið að banni gegn innlendri netverslun með áfengi verði við haldið en fólki sætti sig áfram við um fimmtíu útsölustaði ÁTVR, netverslun ÁTVR, erlenda netverslun, áfengissölu á veitinga- og öldurhúsum, áfengissölu hjá smáframleiðendum og jafnvel stöku vegasjoppum. Þegar umræðan er skoðuð nánar og öllu er á botninn hvolft hefur umræðan um áhrif á neyslu áfengis upp á síðkastið hvað helst snúist um tilvist og afkomu ÁTVR og hvort netverslun verður kennd við Hagkaup. Ekki örlar t.d. á umræðum um hvers vegna það þykir forsvaranlegt að halda úti rekstri fimmtíu útsölustaða ÁTVR í því skyni að takmarka aðgengi að áfengi. Er hægt að ná sama árangri með tuttugu og fimm útsölustöðum, tíu eða e.t.v. með allt öðrum hætti? Ef svo er af hverju er það þá ekki gert? Ekki er heldur rætt um hvernig takast eigi að halda loki á aðgengi að áfengi með því að viðhalda banni gegn innlendri netverslun með áfengi en sætta sig áfram við netverslun ÁTVR og alla erlenda netverslun. Af hverju dó t.d. umræðan um netverslun Costco með áfengi nánast um leið og hún hófst en ekki þegar rótgróin íslensk verslun er kennd við slíka sölu? Ábyrg umræða? Hvernig gerðist það að forstjóri ÁTVR ræsti umræðuna með því að bera því við að reksturinn væri að lenda í járnum vegna umfangs netverslunar með áfengi, Hagkaup ræddu sín áform og í kjölfarið fóru menn að ræða stöðuna á svipuðum nótum og þegar náttúruógn er yfirvofandi? Getur talist eðlilegt að bjóða eigendum fyrirtækja upp á þá óvissureið að málsmetandi einstaklingar í stjórnmálum fullyrði að eitthvað sé bannað og aðrir hið gagnstæða? Þeir sem þekkja til rekstrar vita að pólitísk óvissa er slæm og hvað þá þegar í pólitískri umræðu er misvísandi lagaskilningi beinlínis haldið á lofti. Upp úr hjólförunum Viðfangsefni umræðunnar er áhrif á áfengisneyslu. Hana þarf að taka á vettvangi Alþingis. Væri ekki tilvalið fyrir þingið að ræða málið af alvöru? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi. Áfengi og menning Það ætti að teljast nokkuð óumdeilt að óhófleg áfengisneysla er hættuleg þeim sem hana stunda auk þess sem hún hefur jafnan neikvæð á áhrif á aðstandendur, vinnuveitendur og fleiri. Sjálf tilvist áfengis skapar þannig samfélagslega áhættu. Það ætti að einnig að teljast nokkuð óumdeilt að tilvist áfengis og neysla þess er ekki aðeins samfélagslega viðurkennd, a.m.k. í vestrænum ríkjum, heldur er hún hluti af menningu, m.a. matarmenningu. Segja má að samfélagið hafi ákveðið að áfengisneysla sé í menningarlegu tilliti þess virði að ástæða sé til að sætta sig við þá áhættu sem henni fylgir. Fáir hafa talað fyrir því að banna áfengi. Hins vegar hafa margir skoðun á því hvernig eigi að hafa áhrif á neyslu þess. Færa má rök fyrir því að nokkur sátt ríki um að það sé eitt af verkefnum löggjafans að hafa áhrif á áfengisneysluna með lagasetningu. Fólk er hins vegar alls ekki sammála um hvernig það er gert. Óþroskuð umræða Umræðan verður að þroskast. Allra mikilvægast er þó að löggjafinn meðtaki skilaboðin sem fram eru sett, skilji kjarnann frá hisminu, framkvæmi hagsmunamat og komist að niðurstöðu. Á lóðarskálunum eru annars vegar áhættan sem fylgir áfengi og hins vegar nútíminn, veruleikinn og vilji fólks. Þó sett hafi verið stefna er það óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnumótunar að markmið, aðgerðir og mælikvarða þarf að endurskoða með reglubundnum hætti. Er markmiðið enn raunhæft? Er aðgerð enn til þess bær að markmiðinu verði náð? Gerir mælikvarðinn okkur enn fært leggja mat á hvar við stöndum gagnvart markmiðinu? Af hálfu SVÞ eru skilaboðin skýr; einkarekin verslun á að annast áfengissölu innan ramma skýrs regluverks. Skilaboð andstæðinga verslunar með áfengi hafa ekki verið eins skýr; minna aðgengi að áfengi en ekkert má breytast nema þá mögulega að ríkið verði opnað á sunnudögum. Vandinn sem ætla má að þingmenn standi frammi fyrir felst að ákveðnu leyti í því að það hafa orðið og eru að eiga sér stað breytingar m.a. á verslunarháttum og menningu, bæði hér heima og erlendis. Í því samhengi væri eðlilegt að umræða um verslun með áfengi snerist um það hvernig sé skynsamlegt að hafa áhrif neyslu þess. Í því tilliti virðist hins vegar helst upp á það boðið að banni gegn innlendri netverslun með áfengi verði við haldið en fólki sætti sig áfram við um fimmtíu útsölustaði ÁTVR, netverslun ÁTVR, erlenda netverslun, áfengissölu á veitinga- og öldurhúsum, áfengissölu hjá smáframleiðendum og jafnvel stöku vegasjoppum. Þegar umræðan er skoðuð nánar og öllu er á botninn hvolft hefur umræðan um áhrif á neyslu áfengis upp á síðkastið hvað helst snúist um tilvist og afkomu ÁTVR og hvort netverslun verður kennd við Hagkaup. Ekki örlar t.d. á umræðum um hvers vegna það þykir forsvaranlegt að halda úti rekstri fimmtíu útsölustaða ÁTVR í því skyni að takmarka aðgengi að áfengi. Er hægt að ná sama árangri með tuttugu og fimm útsölustöðum, tíu eða e.t.v. með allt öðrum hætti? Ef svo er af hverju er það þá ekki gert? Ekki er heldur rætt um hvernig takast eigi að halda loki á aðgengi að áfengi með því að viðhalda banni gegn innlendri netverslun með áfengi en sætta sig áfram við netverslun ÁTVR og alla erlenda netverslun. Af hverju dó t.d. umræðan um netverslun Costco með áfengi nánast um leið og hún hófst en ekki þegar rótgróin íslensk verslun er kennd við slíka sölu? Ábyrg umræða? Hvernig gerðist það að forstjóri ÁTVR ræsti umræðuna með því að bera því við að reksturinn væri að lenda í járnum vegna umfangs netverslunar með áfengi, Hagkaup ræddu sín áform og í kjölfarið fóru menn að ræða stöðuna á svipuðum nótum og þegar náttúruógn er yfirvofandi? Getur talist eðlilegt að bjóða eigendum fyrirtækja upp á þá óvissureið að málsmetandi einstaklingar í stjórnmálum fullyrði að eitthvað sé bannað og aðrir hið gagnstæða? Þeir sem þekkja til rekstrar vita að pólitísk óvissa er slæm og hvað þá þegar í pólitískri umræðu er misvísandi lagaskilningi beinlínis haldið á lofti. Upp úr hjólförunum Viðfangsefni umræðunnar er áhrif á áfengisneyslu. Hana þarf að taka á vettvangi Alþingis. Væri ekki tilvalið fyrir þingið að ræða málið af alvöru? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar