Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:54 Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana tvo eftir að vegfarendur handsömuðu þá í gær. Tinna Bjarnadóttir Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan. Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan.
Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira