Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:59 Rafnhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hopp er með langflest hjólin. Vísir/Vilhelm Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira
Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira