Sjáðu draumainnkomu Daníels og öll hin mörkin úr Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 10:02 Marko Vardic fagnar marki sínu fyrir ÍA gegn Breiðabliki. vísir/anton Ellefu mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla í fótbolta. KA og FH unnu langþráða sigra en Breiðabliki mistókst að komast á topp deildarinnar. Daníel Hafsteinsson var hetja KA þegar liðið lyfti sér upp úr botnsæti deildarinnar með 3-2 sigri á Fram á Akureyri. KA náði forystunni með marki Sveins Margeirs Haukssonar á 8. mínútu en Fram var yfir í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Kennie Chopart. Daníel kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Hann jafnaði metin á 78. mínútu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sigurmark KA-manna. Klippa: KA 3-2 Fram Breiðablik hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri á ÍA á Kópavogsvelli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Lokatölur 1-1. Marko Vardic kom Skagamönnum yfir á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 1-1 ÍA Eftir fimm leiki í röð án sigurs hafði FH betur gegn Fylki, 3-1. Sigurður Bjartur Hallsson kom FH-ingum yfir á 11. mínútu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði á 73. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar endurheimti FH forskotið þegar Arnór Borg Guðjohnsen skoraði og fimm mínútum fyrir leikslok gulltryggði Kjartan Kári Halldórsson sigur heimamanna, 3-1. Klippa: FH 3-1 Fylkir Á laugardagskvöldið gerðu Víkingur og KR svo 1-1 jafntefli á heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna. Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum yfir á 7. mínútu en Theodór Elmar Bjarnason jafnaði sex mínútum fyrir hálfleik og þar við sat í fyrsta leik KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Klippa: Víkingur 1-1 KR Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Fram Breiðablik ÍA FH Fylkir Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Uppgjörið,viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 23. júní 2024 21:09 Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Uppgjörið: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. 23. júní 2024 16:15 Sjáðu af hverju Davíð Smári var svona reiður út í atvinnumann í liði sínu Vestramenn fengu 5-1 skell á móti Val á heimavelli sínum í gær og nú má sjá öll mörkin hér inn á Vísi. 23. júní 2024 11:31 Sjáðu HK skora sigurmark frá miðju HK vann dramatískan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær en flestir héldu þó að Kópavogsliðið hefði kastað frá sér sigrinum. 23. júní 2024 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
Daníel Hafsteinsson var hetja KA þegar liðið lyfti sér upp úr botnsæti deildarinnar með 3-2 sigri á Fram á Akureyri. KA náði forystunni með marki Sveins Margeirs Haukssonar á 8. mínútu en Fram var yfir í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Kennie Chopart. Daníel kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Hann jafnaði metin á 78. mínútu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sigurmark KA-manna. Klippa: KA 3-2 Fram Breiðablik hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri á ÍA á Kópavogsvelli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Lokatölur 1-1. Marko Vardic kom Skagamönnum yfir á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 1-1 ÍA Eftir fimm leiki í röð án sigurs hafði FH betur gegn Fylki, 3-1. Sigurður Bjartur Hallsson kom FH-ingum yfir á 11. mínútu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði á 73. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar endurheimti FH forskotið þegar Arnór Borg Guðjohnsen skoraði og fimm mínútum fyrir leikslok gulltryggði Kjartan Kári Halldórsson sigur heimamanna, 3-1. Klippa: FH 3-1 Fylkir Á laugardagskvöldið gerðu Víkingur og KR svo 1-1 jafntefli á heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna. Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum yfir á 7. mínútu en Theodór Elmar Bjarnason jafnaði sex mínútum fyrir hálfleik og þar við sat í fyrsta leik KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Klippa: Víkingur 1-1 KR Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Fram Breiðablik ÍA FH Fylkir Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Uppgjörið,viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 23. júní 2024 21:09 Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Uppgjörið: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. 23. júní 2024 16:15 Sjáðu af hverju Davíð Smári var svona reiður út í atvinnumann í liði sínu Vestramenn fengu 5-1 skell á móti Val á heimavelli sínum í gær og nú má sjá öll mörkin hér inn á Vísi. 23. júní 2024 11:31 Sjáðu HK skora sigurmark frá miðju HK vann dramatískan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær en flestir héldu þó að Kópavogsliðið hefði kastað frá sér sigrinum. 23. júní 2024 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 23. júní 2024 21:09
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31
Uppgjörið: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. 23. júní 2024 16:15
Sjáðu af hverju Davíð Smári var svona reiður út í atvinnumann í liði sínu Vestramenn fengu 5-1 skell á móti Val á heimavelli sínum í gær og nú má sjá öll mörkin hér inn á Vísi. 23. júní 2024 11:31
Sjáðu HK skora sigurmark frá miðju HK vann dramatískan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær en flestir héldu þó að Kópavogsliðið hefði kastað frá sér sigrinum. 23. júní 2024 10:00