Bukovaz tapaði á dögunum bardaga í Clash of the Stars mótinu í Tékklandi. Hann keppti með Patrik Horvath en þrátt fyrir að vera tveir í liði töpuðu þeir fyrir Jan Michalek.
Ekki tók betra við fyrir Bukovaz eftir bardagann. Hann ákvað nefnilega að krjúpa á hné og biðja kærustunnar sinnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Bukovasz til mikillar skelfingar sagði kærastan hins vegar nei.
MMA fighter proposed to his girlfriend after a loss and got rejected in front of 20,000 fans 😅 pic.twitter.com/KcsFuCdJ7Y
— Happy Punch (@HappyPunch) June 23, 2024
Tuttugu þúsund manns voru í salnum og þeir púuðu á kærustuna eftir að hún hafnaði Bukovaz. Hún sagði þá að hann hefði haldið framhjá henni með annarri konu.
Bukovaz birti seinna myndband á Instagram þar sem hann þvertók fyrir ásakanir kærustunnar um framhjáhaldið.
Ekki liggur fyrir hvert framhaldið hjá Bukovaz og kærustunni verður en ljóst er að það mun eflaust taka hann tíma að jafna sig á atvikinu í búrinu.