Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 20:00 Sums staðar í farvegi Grenlæks liggja dauðir fiskar sem urðu þurrkinum að bráð hreinlega í bunkum. Hafrannsóknarstofnun Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“ Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira