„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júní 2024 22:50 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Anton Brink „Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira