Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Ný borhola á Miðnesheiði við Rockville kemur í veg fyrir að heitavatnslaust geti orðið á Suðurnesjunum, ef röskun verður á starfsemi Svartsengis. Vísir/Vilhelm Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu. Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu.
Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14