Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 10:46 Það er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir ungar heilbrigðar konur að fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð í Japan. Getty Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. „Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“ Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
„Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“
Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira