„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 17:22 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. „Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira